Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2010
16.2.2010 | 10:22
Stórt skref í gær
Ég tók stórt skref í gær, ansi stórt. Ég fór af öndunarvélinni minni í fyrsta skipti í rúmar 3 vikur. Ég panikaði ekkert og gat verið án vélar í klukkutíma. Var hress og kátur og spjallaði fullt á meðan, öndunin var samt ansi hröð, púlsinn hár og mettunin ekkert til að hrópa húrra fyrir. EN ég var alsæll og þvílíkt montinn. Þetta er sem sagt allt að koma og vonandi get ég verið meira án bipabs í dag :)
Nú er búið að færa mig yfir í svítuna á heimilinu. Stofunni og borðstofunni var sem sagt breytt í eðalsvítu fyrir mig, prinsinn á heimilinu. Stofan er komin í gamla herbergiskrókinn minn og borðstofan fór sína lönd og leið :)
Læt fylgja með nokkrar myndir af systkinum mínum, þau eru svo flott:
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
6.2.2010 | 19:47
Kominn heim
Ég er kominn heim. Kom heim í dag og gengur nokkuð vel. Ég er pínu viðkvæmur og búinn að vera lítill í mér af og til en það er yndislegt að vera kominn heim í mitt eigið rúm. Er háður öndunarvélinni minni ennþá og það verða bara tekin hænuskref í að venja mig af henni aftur. Silja stóra systir fékk að fara með mér og mömmu í sjúkrabílnum á leiðinni heim, það fannst henni sko spennandi.
Nokkrar myndir frá gjörgæslunni:
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
5.2.2010 | 19:31
Jæja... góðar fréttir
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
4.2.2010 | 15:18
Líklega extúberaður á morgun
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
2.2.2010 | 10:27
Þolinmæðin þrautir vinnur allar
Já við þurfum að vera þolinmóð. Þessi lungnabólga er þrautseig og tekur sinn tíma að jafna sig á henni. Er svipaður og í gær, lungnamyndin er svipuð og því er ekkert annað að gera en að bíða og bíða. Ég verð ekkert extuberaður fyrr en lungnamyndin er orðin góð, slímið hefur minnkað og ég kominn niður í 21 % súrefni sem er andrúmsloftið.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)