Bloggfærslur mánaðarins, mars 2010

Jæja, er ekki kominn tími á nýtt blogg?

Eins og ég hef oft sagt þá eru engar fréttir yfirleitt góðar fréttar, og þær eru það svo sannarlega núna.

Ég er búinn að vera mjög hress síðan síðast, ekkert kvef né aðrar vondar pestir fyrir mig látið á sér kræla.  Það er búið að vera brjálað að gera hjá okkur.  Við erum komin með nýjan sjúkraþjálfa sem heitir Unnur og er hún alveg frábær.  Hún hefur tröllatrú á mér og lætur mig gera leikfimisæfingar, ég þarf sko að gera sjálfur og get það bara alveg LoL  Einnig er komið loksins borð á innistólinn minn þannig að nú get ég leikið mér við borð, eins og stórir krakkar.  

Stóra fréttin er nú sú að loksins, loksins, loksins, er ég farinn að fara í bíltúr SidewaysWizardWhistlingToungeLoLGrin

Nú er tæplega 2 ára bið á enda, þó það sé ljótt að segja það þá er ég og fjölskyldan mín loksins laus úr stofufangelsi. Nú get ég farið út á meðal fólks og skoðað umheiminn.  Við fengum kerruna sem er fest í bílinn fyrir tæpu ári síðan, festingarnar í bílinn og tengingar fyrir rafmagn komu loksins í janúar og svo núna fyrir nákvæmlega viku síðan komu öryggisbeltin í kerruna mína.  Ég er búinn að vera meira og minna á ferðinni síðan, þvílíkt gaman.  Það er samt heilmikið fyrirtæki að koma mér út og inn í bíl en vá hvað það er þess virði.  Ég er nokkuð rólegur með þetta allt saman og ef einhver segir orðið út þá brosi ég breitt og klappa saman höndunum, þvílík er gleðin.

Fyrsti rúnturinn var ferð í laugina.  Ég fylgdi systkinum mínum á sundæfingu og gat meira að segja horft aðeins á þau synda.  Önnur bílferðin var langþráð heimsókn til ömmu og afa, bara yndislegt að komast loksins yfir til þeirra. Þriðja daginn fórum við í páskabingó hjá Einstökum börnum.  Kannski mikið skref að taka svona í byrjun en það gekk alveg frábærlega.  Ég var sallirólegur og fannst bara gaman að fylgjast með öllu fólkinu.  Við erum líka með eina reglu og hún er að hafa mig bara á öndunarvélinni þegar ég er að ferðast.  Það er öruggara og minni hætta á mettunarföllum. Vélin er líka öryggisventillinn minn, svona eins og sum börn þurfa að hafa snuddurnar sínar og sum koddaverið sitt KissingCool

Við erum bara rétt að byrja að skoða heiminn, maður er nú einu sinni að verða þriggja ára og kominn tími til að spóka sig um.  Við fórum á mánudaginn í Smáralind, hehe.  Það gekk bara vel, fórum í smástund um hádegisbilið þegar lítið var af fólki.  Ég hjálpaði til að velja á mig húfu, náttgalla og sokkabuxur, bara töffari.

Á miðvikudaginn fórum við svo í heimsókn til langömmu og langafa.  Þau voru svo glöð að fá litla kútinn sinn í heimsókn í fyrsta skipti og sko alls ekki það síðasta.

Var bara heima í gær en fór aðeins út á pall í vorblíðunni.  Í dag er ég svo að fara í Rjóður fram á næsta fimmtudag.  Ég ætla að fara að vakna núna og fara í gott bað áður en ég fer.  Mamma þarf svo að klára að pakka, og vitiði hvað, ég ætla á mínum eigin bíl í Rjóður núna en ekki í sjúkrabíl  WizardWizard

Mamma ætlar samt fyrst að setja inn nokkrar myndir: Fyrst koma myndir úr fyrstu bílferðinni, niðri í sundlaug, svo myndir hjá afa á Daggarvöllunum og í Páskabingó.  Svo kemur ein mynd af mér með Unni nýja sjúkraþjálfaranum mínum og svo ein að mér og systkinum mínum að leika með henni Röggu minni :)

landnamshaenan-7570.jpgFyrsta bílferðin :)landnamshaenan-7638_974095.jpglandnamshaenan-7605_974096.jpglandnamshaenan-7626_974097.jpgfimmvorduhals-7685_974098.jpgfimmvorduhals-7690_974099.jpgfimmvorduhals-7725_974100.jpgfimmvorduhals-7730_974103.jpgfimmvorduhals-7406_974106.jpgfimmvorduhals-7341_974107.jpgfimmvorduhals-7970_974108.jpg


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband