Jæja... góðar fréttir

Búið að extúbera mig.  Var sem sagt tekinn úr öndunarvélinni í morgun og gekk það svona glimrandi vel.  Var settur beint á mína vél, Elísuna, og var ég alsæll með það.  Dagurinn er búinn að ganga vel, það hefur tekist nokkuð vel að hósta mig síðan ég kom á mína vél og lítið um mettunarföll.  Ef kvöldið og nóttin gengur vel verð ég færður yfir á barnadeild í fyrramálið og svo sjáum við til með heimferð.  Það verður jafnvel hægt að útskrifa okkur annað kvöld :-)

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður

Bara flottastur Ragnar Emil

Ragnheiður , 5.2.2010 kl. 20:50

2 identicon

Mikið er þetta nú gott að þetta hafi tekist svona vel! Vonandi kemstu heim sem fyrst litla hetja

Camilla (IP-tala skráð) 6.2.2010 kl. 13:37

3 identicon

Þú ert ofurhetjan mín elsku Ragnar Emil, reyndar mamma þín og pabbi líka og amma og afi :)

Knús í hús til ykkar.

Elín R. Þorsteinsdóttir (IP-tala skráð) 7.2.2010 kl. 00:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband