Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2009

Hvert fór sumarið?

Jæja, við erum búin að vera eitthvað svo blogglöt undanfarið en allt hefur verið í ágætis standi hjá okkur.  Júlí og ágúst hafa hreinlega flogið framhjá okkur og haustið skollið á. 

Ég er búinn að vera í góðum gír undanfarið, fengið smá kvefpestir en ekkert sem sýklalyf vinna ekki á.  Var í Rjóðrinu í 4 daga um daginn og gekk það ágætlega.  Kann nokkuð vel við mig þar, starfsfólkið er yndislegt en það lenti í smá basli með mig einn morguninn.  Þær náðu mér þó upp og þurftu bara að vera meira á tánum með mig þessa helgi heldur en áður.  Ég var nú bara aðeins að tékka á viðbrögðunum, passa að enginn færi að verða kærulaus með mig ;)

Nú er allt að komast í réttar skorður.  Silja stóra systir mín er að byrja í 1. bekk, þvílík spenna á heimilinu.  Siggi er byrjaður í leikskólanum en hann er að fara í smá frí því hann fer í hálskirtlatöku á morgunn.  Í lok september fer ég svo í vikudvöl í Rjóðrið og verð svo framvegis í viku í einu í hverjum mánuði, bara gaman Smile

Í næstu viku ætlar að koma til mín talmeinafræðingur og reyna að fá mig til að tala eitthvað, iss eins og ég þurfi að segja eitthvað.  Það er nú alltaf hlaupið upp til handa og fóta þegar ég gef frá mér hin minnstu hljóð hehe.  En mömmu og pabba langar svo að fá mig til að tala þannig að ég ætla að reyna bara fyrir þau Cool Þóranna mín, þroskaþjálfi, verður svo okkur innan handar með þetta allt saman.

Ég skal reyna að fá ritarana mína til að bæta sig í skrifunum, skrifa oftar og henda inn myndum sem fyrst.

 

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband