Bloggfærslur mánaðarins, október 2009

Til hamingju Siljan mín :)

Hún á afmæli í dag, hún á afmæli í dag, hún er 6 ára hún Silja, hún á afmæli í dag WizardHeartWizard

Silja systir er 6 ára í dag og við tókum daginn snemma og vöknuðum fyrr en vanalega svo við gætum haft pakkastund og smá leik áður en Silja þyrfti að rjúka í skólann.  Já, allir nema ég, ég sef ennþá Sleeping

Silja var yfir sig ánægð með gjafirnar og Siggi fékk smá pakka líka, því hann er búinn að vera svo duglegur.

Ég er orðinn miklu hressari, gat verið talsvert í gær án BiPabs og var í mjög góðu skapi.  Brosti út að eyrum og dillaði mér mikið.  Nú liggur leiðin bara upp á við.  

Seinnipartinn mæta svo hér galvaskar 6 ára stelpur í afmæli til Silju, það verður líf og fjör GrinInLove


Kominn heim í heiðardalinn

Er kominn heim, kom heim um helgina og líður betur.  Er reyndar enn að jafna mig, þetta tekur bara sinn tíma.  Er til dæmis ekki farinn að geta verið án BiPabs neitt að ráði en það kemur allt saman.  Fóturinn er líka mun betri og er ég hættur að veina þegar einhver kemur nálægt honum.  Það kom allt eðlilegt út úr ísótópaskannanum og því hefur þetta örugglega verið tognun eða eitthvað slíkt.

Svo kom ég bara í sjónvarpinu á föstudaginn, hehe. Mamma og pabbi stóðu sig vel, fannst ykkur það ekki? Það þarf að passa sig greinilega hvað maður skrifar hér á bloggið því að eftir að við skrifuðum um batterís málin hér þá hringdi í okkur fréttamaður Halo

Á morgun á Silja Katrín sætust mín afmæli og verður hún 6 ára. Wizard Nú er verið að plana veislu aldarinnar en hún er nefnilega þrískipt, ja hérna hér.  Á morgunn koma stelpurnar úr bekknum í partý og á laugardaginn verða 2 veislur, vinapartý og fjölskyldupartý.  Þetta er svo margt fólk og ógerlegt fyrir mig að fá allt of marga í einu :)

Ætla að fylgjast með mömmu í tiltektinni í dag og bakstrinum, reyni að segja henni eitthvað til Grin


Skárri af svíninu en slæmur í fætinum

Er nú orðinn mun skárri af þessari svínaflensu, er ennþá dálítið slappur en allt á mjög góðri leið.  En það er nú annað sem er að hrjá mig og það er blessaður fótleggurinn.  Mér er búið að vera mjög illt í fætinum síðan ég kom heim úr Rjóðrinu á mánudaginn fyrir rúmri viku.  Þegar ég var lagður inn á sunnudaginn var ég myndaður á fæti en allt virtist vera í góðu lagi.  Í dag fór ég svo aftur í myndatöku enda enn alveg að drepast í fætinum og CPR-ið ennþá hátt hjá mér.  Þar kom í ljós að ég er úr lið í mjaðmalið og það virðist ekki vera hægt að kippa mér aftur í lið.  Ökklinn er bólginn og hugsanlega einhver sýking í liðum og á morgunn fer ég í svokallaðan Isotopa skanna til þess að finna út hvað nákvæmlega amar að.  Við látum vita hvað kemur út úr þessu.

 Eitt annað sem við vildum koma á framfæri en það eru nú tækjamálin á barnaspítalanum.  Þegar við mætum á sunnudaginn upp á Bráðamóttöku er Ragnar Emil alveg bundinn við Bi-Pab vélina sína.  Bi-Pab vélin og hóstavélin þurfa rafmagn til þess að virka.  Á kvöldin og um helgar er barnaröntgen lokað og þarf því að fara yfir á fullorðna röntgen.  Það er nú ansi löng leið og langt að trilla rúminu og borðinu með tækjunum yfir.  En alvarlegasti hluturinn er sá að það eru ekki til nein einustu batterí sem geta séð tækjunum fyrir rafmagni á leiðinni yfir.  Við vorum reyndar með gamalt batterí sem við notuðum í sjúkrabílnum á leiðinni en það batterí er orðið lélegt og þolir bara að vera án rafmagns í nokkrar mínútur.  Við gátum sett í samband í sjúkrabílnum og svo gátum við sett aftur í samband þegar við vorum komin inn á bráðamóttöku.  En þegar við ætluðum að fara yfir í röntgen í myndatöku var lítil sem engin hleðsla eftir á batteríinu og ekkert slíkt til á barnaspítalanum.  Því var ekki um annað að ræða en að hlaupa með rúmið og borðið yfir í röntgen.  Mamma, Ella Karen og ein hjúkkan stóðu sem sagt í ströngu með að hlaupa með mig yfir í röntgen, með mörgum stoppum því við þurftum alltaf að hlaupa að næstu innstungu og setja í samband því tækin voru sífellt að drepa á sér.  Við athuguðum alltaf hvar næsta innstunga var og svo var tekinn spretturinn.  Og oftar en einu sinni var Bi-papið búið að drepa á sér og það var ekki gott fyrir mig enda var það það sem hélt í mér lífinu.  Leiðin til baka var eins og þegar ég var fluttur upp á barnadeild var fenginn læknir til þess að koma með okkur upp með ambupoka og súrefniskút ef allt færi á versta veg í lyftunni.  Úff þetta var nú meiri dagurinn ;) En mamma, Ella Karen og hjúkkan fengu nú fína líkamsrækt hehe.

En að öðru skemmtilegu, Silja og mamma fóru í foreldraviðtal í dag og kennarinn hennar Silju var mjög ánægð með Silju í skólanum.  Hún sagði að hún væri mjög dugleg, einbeitt og vinnusöm við lærdóminn og flygi áfram í lestrinum.  Hún sagði líka að henni þætti rosalega skemmtilegt að fá heimalærdóminn hennar því hann væri svo flottur hjá henni.  Ekki amalegt það hjá stóru systur minni.

 Svo eru Siggi og Silja bæði komin í sundfélagið og fara á sundæfingar 2var í viku.  Þau hafa mjög gaman af og eru nánast orðin flugsynd, farin að synda skriðsund og hvaðeina.

Jæja, látum vita hvað kemur út úr skannanum á morgunn.

Kveðja, Ragnar Emil hetjustrákur og ritarar.


Svínaflensan mætt

September fór í sögubækur fjölskyldunnar sem einn blogglatasti (á eftir júlí og ágúst Wink).

Þetta sumar var hreint út sagt frábært, ég hef tekið miklum framförum og verið mjög meðfærilegur, öllum til ómældrar ánægju.  Farinn að geta verið mikið uppréttur, og einu föllin hafa verið hjá mér þegar hún Björg sjúkraþjálfari hefur komið í heimsókn.

Á laugardagskvöldið fór af stað einhver óværa sem magnaðist, þannig að á sunnudaginn var ekki um neitt annað að ræða en að fara á Barnaspítalann.  Tekin voru alls kyns próf og myndir til að sjá hvað væri að mér og allt kom neikvætt út.  Ég dormaði svona inn og út allan daginn í mikilli vanlíðan en fór að metta aðeins betur um kvöldið þegar pabbi hækkaði í BiPAP vélinni þ.a. hægt var að dæla lofti í gegnum skítinn í lungunum mínum.  Mamma, Sandra og Pabbi skiptust á um að hlúa að mér þann daginn og ég svaf aðeins um nóttina.

Í dag er ég búinn að vera skárri og kom það því flatt upp á settið þegar Ýr hringdi með þær fréttir að kallinn væri bara kominn með SVÍNAFLENNSUNA! Blush  Jahérna, hún Ýr átti nú ekki til orð og fannst með ólíkindum að ég skyldi komast í gegnum fyrsta kúfinn bara á BiPAPinu.  Hver er bestur Cool

Annars er ég núna kominn á Tamiflu sem er veirulyfið ætlað til að berja á svona vírusum.

Góðu fréttirnar eru að nú þarf enga bólusetningu við helv. svína flensunni LoL

 

Biðst enn og aftur afsökunnar á skrifletinni og við sjáum hvort liðið fari ekki að standa sig!

 

Góðar stundir 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband