Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2009

Í hvíldarinnlögn

Er enn upp á mitt besta, glaður og kátur.  Fór á mánudaginn í hvíldarinnlögn og er þar enn.  Það gengur bara mjög vel og er ég hress og kátur á spítalanum.  Er búin að vera mikið með í fjörinu hjá staffinu á spítalanum, fæ að vera með þeim í saumaklúbbnum inn á vakt, hehe. 

Pabbi minn varð fertugur í gær, til hamingju pabbi minn. Mamma og pabbi voru með smá afmæliskaffi í gær og var bara gott að ég var ekki heima, ekkert gott að vera innan um allt of mikil læti.  En pabbi kíkti til mín í dag og knúsaði mig smá.

Sumardagurinn fyrsti á morgunn og Silja er að fara að syngja niðri á Thorsplani rúmlega 2.  Hún og deildin hennar ætla að syngja nokkur vel valin lög fyrir gesti og gangandi.

Einnig eru nýjar myndir á barnalandi.

Gleðilegt sumar allir og takk fyrir veturinn Wizard


Flottastur :)

Síðustu vikur eru búnar að vera alveg frábærar, ég er búin að eiga betri vikur en ég hef átt í meira en heilt ár.  Núna er ég bara að tjilla og horfa á Latabæ, mettunin er 99/100 og hjartslátturinn um 130, sem sagt alveg súper. Við áttum mjög góða páska, allir hressir og kátir og mikið páskaeggjaát.  Ég fékk 3 páskaegg, hehe, fékk aðeins að smakka á og sleikja súkkulaði, nammi namm.

 Fékk svona fínt páskaegg:

paskar-1207.jpg

 mmm... súkkulaði..

paskar-1208_832463.jpg

 Þetta er bara nokkuð gott :)

paskar-1212.jpg +

Silja fékk líka páskaegg:

paskar-1187.jpg

Og að sjálfsögðu Siggi líka:

paskar-1194.jpg


Góður

Ég er orðinn mun betri af flensunni Wink Í gær náði ég smá tíma án BiPabsins og í dag gat ég tekið mér góðar pásur frá því.  Er líka orðinn líkari sjálfum mér, hress og kátur.  Mamma gaf mér súper nudd fyrir háttinn og vorum við að hlusta á tónlist og syngja með á meðan.  Ég var svo kátur og dillaði mér á fullu með, algjör rúsína. 

Silja mín er líka orðin mun betri, fyrsti hitalausi dagurinn í dag Tounge

Á morgun ætlar hún Björg sjúkraþjálfarinn minn að kíkja til okkar og ætlum við að skoða kerrumálin mín.  Vonandi verður kominn einhver lausn á kerrumálunum mínum fyrir sumarið svo ég geti nú aðeins kíkt á lífið fyrir utan á góðum degi.

Þóranna þroskaþjálfi og Þórunn iðjuþjálfi eru að útbúa fyrir mig borð svo ég geti leikið mér meira sjálfur.  Ég get verið svo lítið í stólnum mínum þannig að það þarf að útbúa góða leikaðstöðu í rúminu mínu.  Ég þarf að geta leikið mér eins og önnur börn, litað, málað, farið í bílaleik, lesið og fleira skemmtilegt.  Var einmitt að mála með systkinum mínum í gær Wizard 

raggi_malari-0925_824322.jpg


Smá pest..

Á heimilinu er nú komin einhver óværa, hún Silja systir er með 39.5°C hita og líður ekki allt of vel.  Siggi hefur sloppið ennþá.  Ég er eitthvað að taka þátt í þessu óværuvesini og tóri illa án BiPaps. Þá er bara að hósta og sjúga sem oftast til að halda mér réttum megin við 90 í mettun.  Sem betur fer þá hafa gömlu hjónin fengið viku "normal" líf og eru betur í stakk búin núna með smá hleðslu á batteríunum.

 

Hér er ein gömul af mér:

Raggi

Kveðja, Raggi


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband