Ragnar Emil

Ég heiti Ragnar Emil Hallgrímsson og er 3 ára Hafnfirđingur.  Ég greindist ţriggja mánađa međ hrörnunarsjúkdóminn SMA-1 eđa spinal muscular atrophy, týpu 1.  Sjúkdómurinn gerir ţađ ađ verkum ađ ég get ekki gengiđ, setiđ, rúllađ mér né haldiđ höfđi.  Ég er ţó ótrúlega sterkur og duglegur og međ miklar handahreyfingar sem eru svakalega miklar fyrir svona SMA barn eins og mig.

Sjúkdómurinn leiđir af sér mjög skerta lungnastarfsemi. Ég er međ svokallađa ţindaröndun og nota lungun mín ekki eins og flestir.  Ég get ekki hóstađ né kyngt og nćrist eingöngu í gegnum hnapp sem fer beint inn í magann minn.  Ég nota öndunarvél sem ađstođar mig viđ öndun og hvílir mig, hóstavél sem hjálpar mér ađ hósta og sogvél sem sogar allt slím og munnvatn sem safnast fyrir hjá mér.   Ég er alltaf tengdur í mónitor sem mćlir hjá mér súrefnismettunina í blóđi sem og púlsinn.  Ţađ ţarf ađ fylgjast međ mér allan sólahringinn ţví ég á mjög auđvelt međ ađ falla hratt í mettun og ţá ţarf ađ hafa hrađar hendur.

Mamma og pabbi hafa mikla hjálp međ mig heima.  Ég fć heimahjúkrun daglega og svo ráđa foreldrar mínir inn starfsfólk sem hjálpa til viđ ađ annast mig.  Ţađ er mikiđ fyrir utan hjúkrunina sem ţarf ađ gera fyrir strák eins og mig, til dćmis koma til mín reglulega sjúkraţjálfari, iđjuţjálfi, ţroskaţjálfi, talmeinafrćđingur og svo eru í kringum mig helling af lćknum, hjúkrunarfrćđingum og fullt af öđru fagfólki.

 Ég á 3 systkini.  Einn stóran, stóran bróđir sem heitir Gummi Freyr og hann er orđinn 21 árs.  Hann býr í Reykjavík og stundar nám í Háskólanum.  Systir mín hún Silja Katrín er tćplega 7 ára og var ađ klára 1. bekk.  Siggi bróđir minn er 5 ára og var ađ byrja á skóladeild í leikskólanum okkar.  Ég var ađ byrja á leikskóla, leikskólinn minn heitir Hraunvallaskóli og deildin mín heitir Hóll.  Ég fer núna 2 í viku í 2 tíma í senn, ćtlum ađ taka ţetta rólega en vonandi auka ţetta smátt og smátt.  

Endilega fylgist međ mér á blogginu.  Mamma og pabbi reyna ađ vera duglega ađ blogga fyrir mig og setja inn myndir af mér.  Mér ţćtti vćnt um ef ţú skildir eftir örfá spor ţegar ţú heimsćkir mig, ţađ er mjög gaman ađ fá kveđju frá vinum, vandamönnum og hverjum ţeim sem eru ađ fylgjast međ mér.

 Bestu kveđjur, Ragnar Emil Rúsínuhetja :)

Ábyrgđarmađur skv. Ţjóđskrá: Aldís Sigurđardóttir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband