18.6.2009 | 10:32
Farinn á spítalann
Er kominn með einhverja pest, var orðinn frekar mikið slappur í gær og fór því upp á spítala um kvöldmatarleytið. Var með smá hitavellu, mikið slím, mikinn gröft í augum og erfiðaði mikið við öndun. Því var ekki um annað að velja en að skreppa upp á bráðamóttöku og láta kíkja á mig. Lungnamyndin var nokkuð fín þannig að þetta er sennilega ekki lungnabólga Eflaust eitthver vírus sem er að bögga mig og vonandi hristi ég þessa pest af mér sem fyrst. Mamma og amma Ragna fóru með mér uppeftir í gær og fóru svo heim að sofa en ég svaf hjá hjúkkunum upp á 22E. Pabbi fór svo til mín í morgunn en mamma er heima með Sigga sem er líka lasarus. Silja greyið var send ein í leikskólann, hún var að reyna að gera sér upp einhver veikindi blessunin en það tókst ekki alveg, hehe. Hún á núna bara eftir 2 vikur í leikskólanum og svo er hún hætt í leikskóla
Systkini mín náðu nú samt að skella sér á smá hátíðarhöld í gær, pabbi og amma fóru með þau í skrúðgöngu og fleira skemmtilegt á meðan við mamma höfðum það rólegt heima.
Við látum svo vita hvernig málin þróast
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
9.6.2009 | 22:45
Kominn heim sæll og glaður
Er kominn heim úr Rjóðri, kom heim í gær og gekk þetta líka svona glimrandi vel. Allt gekk eins og smurt brauð, allir ánægðir. Ég var upp á mitt besta og var alsæll innan um allt þetta yndislega fólk, mamma og pabbi voru alsæl með allt saman og starfsfólkið var yfir sig hrifið af mér :)
Mamma og pabbi gátu sinnt systkinum mínum vel um helgina. Þau fóru í húsdýragarðinn á laugardaginn og enduðu góðan dag með grilli í frábæru veðri. Á sunnudaginn fóru þau í siglingu og skoðuðu sig um á höfninni í Hafnarfirði sem átti einmitt 100 ára afmæli. Gaman að fá smá smjörþef af "venjulegu" fjölskyldulífi. En mikið yrði nú gaman ef ég gæti nú einhvern tímann fengið að fara með, það er allavega vonin, þarf að bíða aðeins betri tíma og að farartækja mál verði komin í lag.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
5.6.2009 | 19:51
Rjóður og fleira
Þegar við komum heim úr hvíldarinnlögn á mánudag í síðustu viku var víst ekkert öll flensan farin úr mér því mér fór svo versnandi næstu daga. Á miðvikudaginn í síðustu viku var ákveðið að fara með mig aftur inn á spítala og fékk ég sýklalyf í æð. Var búin að vera á sýklalyfi og það var alls ekkert að virka. Átti nokkra erfiða daga, féll til dæmis einu sinni langt niður fyrir hættumörk, talan á mælinum sýndi 6 í súrefnismettun sem er fáránleg tala. En Ella mín og Hanna ofurhjúkka tóku vel á mér og blésu í mig með ambubag. Um helgina var ég svo orðin nokkuð góður og útskrifaðist ég svo á þriðjudag í mínu fínasta formi.
Í gær fór ég hinsvegar í Rjóðrið í aðlögun. Mamma og pabbi voru hjá mér fyrsta sólahringinn og svo verða þau að koma og fara yfir helgina en ég kem heim á mánudag. Mamma var hjá mér í nótt og fór mjög vel um okkur saman. Pabbi skrapp svo inneftir núna til þess að hjálpa yndislega starfsfólkinu að koma mér í bólið. Það gengur ofsalega vel og er ég alsæll með allar þessar nýju stelpur sem eru að hugsa um mig.
Ég er orðinn svo sniðugur, er farinn að fela mig með hendinni og lyfta svo hendinni þegar mamma segir "Hvar er Ragnar Emil?" Þetta finnst mér alveg ferlega sniðugt og hlæ og hristist af ánægju.
Svo eru komnar inn fullt af nýjum myndum á Barnaland :)
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
24.5.2009 | 18:48
Vikufrí
Nú er ég búin að vera í tæpa viku í hvíldarinnlögn á spítalanum og gengur bara vel. Fékk smá flensu í vikunni en fékk strax sýklalyf og líður strax mun betur. Á morgunn kem ég svo heim og eru mamma og pabbi og systkini mín auðvitað búin að sakna mín ansi mikið.
Siggi brósi varð 4 ára í síðustu viku og gátu mamma og pabbi farið með hann og Silju í bíó og út að borða. Afmælisveislan var helgina áður þegar ég var enn heima og gekk það mjög vel. Ella Karen mín yndislega hugsaði um mig á meðan veislan var.
Á miðvikudaginn fer ég í aðlögun í Rjóðrið, fer í eina nótt en mamma eða pabbi verða hjá mér á meðan.
Siggi að fara að blása á kertin:
Ég að njóta góða veðursins:
Úti að teikna:
Sólarlagið um kvöldið:
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
10.5.2009 | 12:20
Tölvukall
Ég er upp á mitt besta núna og hef gaman af hlutunum. Pabbi fékk gamla fartölvu hjá langömmu og eftir að hafa rifið hana í frumeyndir, keypt nauðsynlega varahluti og lóðað þá í, þá hrökk hún í gang. Við fengum hugbúnað frá Greiningarstöðinni og mús eins og áður hefur komið fram. Það er skemmst frá því að segja að þetta eru réttu græjurnar fyrir mig og nú er ég að breytast í tölvukall.
Það gengur betur og betur hjá mér að vera í smá halla, ég sat við tölvuna í klukkutíma í morgun og féll ekkert, leið bara vel.
Best að tromma bara á þetta..
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
5.5.2009 | 10:30
Hæ :)
Kannski kominn tími á smá blogg. Mamma og pabbi eru ekki alveg að standa sig þessa dagana.
Hvíldarinnlögnin gekk mjög vel um daginn en það var nú ansi gott að komast þó heim. Er búin að vera frekar slappur í nokkra daga, byrjaði í síðustu viku með hita og mikið slím en ég fór strax á sýklalyf og þau byrja nú strax að virka. Er ennþá með talsvert slím og þarf bara að hósta mig og sjúga reglulega en annars er ég í ágætis formi.
Þórunn iðjuþjálfi kom með um daginn nýja tölvumús handa mér með hjóli á sem ég get skrollað og líka rofa sem tengist í mús þar sem ég þarf bara rétt að ýta á rofann til að eitthvað gerist í tölvunni. Ferlega skemmtilegt bara, ég þarf bara aðeins að læra á þetta apparat og fatta tenginguna á milli rofans og tölvunnar. Svo fæ ég fínt borð á eftir sem ég get leikið við. Borðið er hægt að hækka og lækka að vild, halla því og setja yfir rúmið, mjög sniðugt. Einnig er ég kominn með annað sjúkrarúm inn í herbergi, tók sinn tíma að fá það samþykkt en það tókst Nú bíðum við bara eftir kerru sem er búið að panta fyrir mig, undir hana á að smíða almennilegan bakka fyrir öll tækin mín. Vonandi getum við eitthvað farið út í sumar, hef ekki farið neitt út í heilt ár nema í sjúkrabíl.
Silja stóra systir missti framtönn í gær, 3 tönnin sem hún missir og eru fleiri lausar. Hún missti fyrstu tönnina á 1 árs afmælinu mínu. Hún er bara fyndin svona tannlaus, við gleymdum reyndar að setja tönnina hennar undir koddann í gærkvöldi þannig að tannálfurinn kom ekkert í nótt, það verður bætt úr því í kvöld
Siggi brósi á svo afmæli eftir aðeins 15 daga, það er sko talið niður hér á heimilinu, mikil spenna í gangi. Reyndar eru sumardagarnir taldir líka, hehe, í dag er nefnilega sumardagurinn þrettándi, bara svo það sé nú á hreinu.
Jæja nú er Ólöf hjúkka að dúllast með mig og svo fara Ella mín og Þóranna mín þroskaþjálfi að koma og ætla þær að leika við mig og kenna mér eitthvað sniðugt. Biðjum að heilsa í bili.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
22.4.2009 | 21:56
Í hvíldarinnlögn
Er enn upp á mitt besta, glaður og kátur. Fór á mánudaginn í hvíldarinnlögn og er þar enn. Það gengur bara mjög vel og er ég hress og kátur á spítalanum. Er búin að vera mikið með í fjörinu hjá staffinu á spítalanum, fæ að vera með þeim í saumaklúbbnum inn á vakt, hehe.
Pabbi minn varð fertugur í gær, til hamingju pabbi minn. Mamma og pabbi voru með smá afmæliskaffi í gær og var bara gott að ég var ekki heima, ekkert gott að vera innan um allt of mikil læti. En pabbi kíkti til mín í dag og knúsaði mig smá.
Sumardagurinn fyrsti á morgunn og Silja er að fara að syngja niðri á Thorsplani rúmlega 2. Hún og deildin hennar ætla að syngja nokkur vel valin lög fyrir gesti og gangandi.
Einnig eru nýjar myndir á barnalandi.
Gleðilegt sumar allir og takk fyrir veturinn
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
18.4.2009 | 12:57
Flottastur :)
Síðustu vikur eru búnar að vera alveg frábærar, ég er búin að eiga betri vikur en ég hef átt í meira en heilt ár. Núna er ég bara að tjilla og horfa á Latabæ, mettunin er 99/100 og hjartslátturinn um 130, sem sagt alveg súper. Við áttum mjög góða páska, allir hressir og kátir og mikið páskaeggjaát. Ég fékk 3 páskaegg, hehe, fékk aðeins að smakka á og sleikja súkkulaði, nammi namm.
Fékk svona fínt páskaegg:
mmm... súkkulaði..
Þetta er bara nokkuð gott :)
Silja fékk líka páskaegg:
Og að sjálfsögðu Siggi líka:
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
5.4.2009 | 23:26
Góður
Ég er orðinn mun betri af flensunni Í gær náði ég smá tíma án BiPabsins og í dag gat ég tekið mér góðar pásur frá því. Er líka orðinn líkari sjálfum mér, hress og kátur. Mamma gaf mér súper nudd fyrir háttinn og vorum við að hlusta á tónlist og syngja með á meðan. Ég var svo kátur og dillaði mér á fullu með, algjör rúsína.
Silja mín er líka orðin mun betri, fyrsti hitalausi dagurinn í dag
Á morgun ætlar hún Björg sjúkraþjálfarinn minn að kíkja til okkar og ætlum við að skoða kerrumálin mín. Vonandi verður kominn einhver lausn á kerrumálunum mínum fyrir sumarið svo ég geti nú aðeins kíkt á lífið fyrir utan á góðum degi.
Þóranna þroskaþjálfi og Þórunn iðjuþjálfi eru að útbúa fyrir mig borð svo ég geti leikið mér meira sjálfur. Ég get verið svo lítið í stólnum mínum þannig að það þarf að útbúa góða leikaðstöðu í rúminu mínu. Ég þarf að geta leikið mér eins og önnur börn, litað, málað, farið í bílaleik, lesið og fleira skemmtilegt. Var einmitt að mála með systkinum mínum í gær
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
1.4.2009 | 17:20
Smá pest..
Á heimilinu er nú komin einhver óværa, hún Silja systir er með 39.5°C hita og líður ekki allt of vel. Siggi hefur sloppið ennþá. Ég er eitthvað að taka þátt í þessu óværuvesini og tóri illa án BiPaps. Þá er bara að hósta og sjúga sem oftast til að halda mér réttum megin við 90 í mettun. Sem betur fer þá hafa gömlu hjónin fengið viku "normal" líf og eru betur í stakk búin núna með smá hleðslu á batteríunum.
Hér er ein gömul af mér:
Kveðja, Raggi
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)