Kominn heim sæll og glaður

Er kominn heim úr Rjóðri, kom heim í gær og gekk þetta líka svona glimrandi vel.  Allt gekk eins og smurt brauð, allir ánægðir.  Ég var upp á mitt besta og var alsæll innan um allt þetta yndislega fólk, mamma og pabbi voru alsæl með allt saman og starfsfólkið var yfir sig hrifið af mér :)

Mamma og pabbi gátu sinnt systkinum mínum vel um helgina.  Þau fóru í húsdýragarðinn á laugardaginn og enduðu góðan dag með grilli í frábæru veðri.  Á sunnudaginn fóru þau í siglingu og skoðuðu sig um á höfninni í Hafnarfirði sem átti einmitt 100 ára afmæli.  Gaman að fá smá smjörþef af "venjulegu" fjölskyldulífi.  En mikið yrði nú gaman ef ég gæti nú einhvern tímann fengið að fara með, það er allavega vonin, þarf að bíða aðeins betri tíma og að farartækja mál verði komin í lag.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gaman að heyra að það gekk svona vel í Rjóðrinu!  Þetta eru nú bara englar sem vinna þar!  Bestu kveðjur frá Stulla-fjölskyldu,

Kv. Gróa

Gróa (IP-tala skráð) 9.6.2009 kl. 23:57

2 identicon

Hæ hæ, gott að heyra að allt gengur vel í rjóðrinu og gott fyrir ykkur að reyna að gera einhvað venjulegt eins og fjölskyldur gera! Við fórum til spánar fyrir 2 vikum og allir höfðu virkilega gott af því. Við erum búin að vera að leita að lausnum með kerrumál og líka að flytja littlu snúlluna okkar í bíl.  því burðarrúmið er orðið allt of lítið. Hvaða tagund að kerru eruð þið að fá og hvernin ferðist þið með Ragnar Emil í bílnum?
kveðja frá Lux Vala og co.

Vala Björg Arnardóttir (IP-tala skráð) 10.6.2009 kl. 08:13

3 identicon

Hæ, elsku ömmustrákur og velkominn heim úr Rjóðrinu. Það kemur nú ekki á óvart að starfsfólkið þar hafi verið hrifið af kallinum. Þú ert nefnilega algjör hjartaknúsari! Það kemur líka örugglega að því að þú getur farið að njóta lífsins með familíunni og ekki væri nú slæmt að fá þig í heimsókn á Skagann einhvern tímann!

Bið að heilsa öllum.

Amma Áslaug

Áslaug Rafnsdóttir (IP-tala skráð) 10.6.2009 kl. 19:42

4 Smámynd: Ragnheiður

Ragnheiður , 11.6.2009 kl. 19:28

5 identicon

Sæll Ragnar Emil og gleðilegan Þjóðhátíðadag.Gaman að heyra hvað allt er að ganga vel hjá þér núna elsku frændi okkar.En vonandi fara kerumálin að skýrast.Knús og kossar til þín og þinna kær kveðja fjölskyldan Hraunstíg

Anna María Þorláksdóttir (IP-tala skráð) 17.6.2009 kl. 19:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband