Hæ :)

Kannski kominn tími á smá blogg.  Mamma og pabbi eru ekki alveg að standa sig þessa dagana. 

Hvíldarinnlögnin gekk mjög vel um daginn en það var nú ansi gott að komast þó heim.  Er búin að vera frekar slappur í nokkra daga, byrjaði í síðustu viku með hita og mikið slím en ég fór strax á sýklalyf og þau byrja nú strax að virka.  Er ennþá með talsvert slím og þarf bara að hósta mig og sjúga reglulega en annars er ég í ágætis formi.  

Þórunn iðjuþjálfi kom með um daginn nýja tölvumús handa mér með hjóli á sem ég get skrollað og líka rofa sem tengist í mús þar sem ég þarf bara rétt að ýta á rofann til að eitthvað gerist í tölvunni.  Ferlega skemmtilegt bara, ég þarf bara aðeins að læra á þetta apparat og fatta tenginguna á milli rofans og tölvunnar.  Svo fæ ég fínt borð á eftir sem ég get leikið við.  Borðið er hægt að hækka og lækka að vild, halla því og setja yfir rúmið, mjög sniðugt.  Einnig er ég kominn með annað sjúkrarúm inn í herbergi, tók sinn tíma að fá það samþykkt en það tókst Smile Nú bíðum við bara eftir kerru sem er búið að panta fyrir mig, undir hana á að smíða almennilegan bakka fyrir öll tækin mín.  Vonandi getum við eitthvað farið út í sumar, hef ekki farið neitt út í heilt ár nema í sjúkrabíl.  

Silja stóra systir missti framtönn í gær, 3 tönnin sem hún missir og eru fleiri lausar.  Hún missti fyrstu tönnina á 1 árs afmælinu mínu.  Hún er bara fyndin svona tannlaus, við gleymdum reyndar að setja tönnina hennar undir koddann í gærkvöldi þannig að tannálfurinn kom ekkert í nótt, það verður bætt úr því í kvöld Blush

Siggi brósi á svo afmæli eftir aðeins 15 daga, það er sko talið niður hér á heimilinu, mikil spenna í gangi.  Reyndar eru sumardagarnir taldir líka, hehe, í dag er nefnilega sumardagurinn þrettándi, bara svo það sé nú á hreinu. Wink

Jæja nú er Ólöf hjúkka að dúllast með mig og svo fara Ella mín og Þóranna mín þroskaþjálfi að koma og ætla þær að leika við mig og kenna mér eitthvað sniðugt.  Biðjum að heilsa í bili.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður

Ragnheiður , 5.5.2009 kl. 11:20

2 identicon

Gaman að heyra um allar nýju græjurnar þínar, óskandi að þú njótir þeirra. Skilaðu kveðju til Ellu Karenar frá mér.

Kveðja Ragga

Ragga (IP-tala skráð) 5.5.2009 kl. 20:50

3 identicon

HALLÓ, HALLÓ!

Gaman að heyra frá ykkur og að allt gengur vel. Þú átt alveg örugglega eftir að gera það gott í tölvumálunum, Ragnar Emil, ef þú ert eitthvað líkur honum stóra bróður þinum og ég tala nú ekki um hann föður þinn! Af því þú ert að tala um tennurnar hennar Silju þá má ég til með að segja þér frá því þegar pabbi þinn missti fyrstu tönnina. Tönnin var búin að vera laus smá tíma. Hún datt svo eina nóttina og fór bara í mallann hans pabba þíns og það var mikil sorg yfir að geta ekki sett hana undir koddann! Við bíðum svo spennt eftir að koma í afmælið hans Sigurðar Sindra. Við sjáumst alla vega þá ef ekki fyrr.

Skagakveðjur,

Amma Áslaug

Áslaug Rafnsdóttir (IP-tala skráð) 6.5.2009 kl. 11:50

4 Smámynd: Ingunn

Elsku snúlli, vonandi að þú farir að verða hressastur!

Við vorum í bænum um helgina en við erum öll búin að vera með kvef og skemmtileg heit þannig að við vildum nú ekki fara að heimsækja þig og alla en við verðum vonandi öll hress í næstu bæjarferð og þá getum við vonandi komið til þín.

Knús á alla frá Hvammstanga  

Ingunn , 6.5.2009 kl. 17:22

5 identicon

Hæ sætastur.

Vonandi eru laus við pestina svo við getum komið í heimsókn og séð allar nýju fínu græjurnar þínar. Ég trúi ekki öðru en að þú verðir fljótur að átta þig á hvernig músin virkar ;) Við biðjum rosalega vel að heilsa öllum.

Kv, Eva og co

Eva Hrund og co (IP-tala skráð) 7.5.2009 kl. 21:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband