Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2009
10.11.2009 | 12:19
Allt í himna lagi
Hjá okkur er allt í himna lagi, ég er búinn að vera mjög stabíll og búinn að halda mér fínum frá því ég var með svínaflensuna góðu. Fór um helgina í göngutúr með fjölskyldunni minni, mér fannst mjög gaman að komast út og fylgdist vel með öllu sem var að gerast í kringum mig. Hef farið svo sjaldan út en vonandi fer ég að komast meira út héðan í frá.
Pabbi fór til Þýskalands í síðustu viku og flutti amma Ragna inn til okkar á meðan, ekki slæmt að hafa ömmu gömlu hjá okkur, hún hugsar svo vel um okkur þó það hafi verið gott að fá pabba heim aftur. Einnig gengur vel hjá mér í Rjóðrinu, er prinsinn á bauninni þar og er sko aldeilis stjanað við mig þar. Fer aftur í Rjóður 23. nóvember ef allt gengur samkvæmt áætlun.
Alsæll á róló með Silju og Sigga.
Vel innpakkaður í kerrunni minni.
Silja og Siggi að skreyta köku sem þau voru að baka, sérlega glæsileg hjá þeim ;-)
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)