Allt í himna lagi

Hjá okkur er allt í himna lagi, ég er búinn að vera mjög stabíll og búinn að halda mér fínum frá því ég var með svínaflensuna góðu. Fór um helgina í göngutúr með fjölskyldunni minni, mér fannst mjög gaman að komast út og fylgdist vel með öllu sem var að gerast í kringum mig.  Hef farið svo sjaldan út en vonandi fer ég að komast meira út héðan í frá.  

Pabbi fór til Þýskalands í síðustu viku og flutti amma Ragna inn til okkar á meðan, ekki slæmt að hafa ömmu gömlu hjá okkur, hún hugsar svo vel um okkur þó það hafi verið gott að fá pabba heim aftur.  Einnig gengur vel hjá mér í Rjóðrinu, er prinsinn á bauninni þar og er sko aldeilis stjanað við mig þar.   Fer aftur í Rjóður 23. nóvember ef allt gengur samkvæmt áætlun.

 

raggi_uti-0647.jpg

 Alsæll á róló með Silju og Sigga.

 

 

 

 

 

 

 raggi_uti-0649.jpgVel innpakkaður í kerrunni minni.

 

 

 

 

 

 

 raggi_uti-0653_931589.jpgSætu systkinin í göngutúr :-)

 

 

 

 

 

 

 raggi_uti-0644.jpgSilja og Siggi að skreyta köku sem þau voru að baka, sérlega glæsileg hjá þeim ;-)

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður

Flottar myndir og nammi hvað kakan er girnileg !

Flott að þú ert hress :=)

Ragnheiður , 10.11.2009 kl. 13:29

2 identicon

Gott að heyra hvað allt gengu vel. Já vonandi getur Ragnar Emil farið í sem flesta göngutúrana á næstunni.

Anna María, Gummi og Inga Lilja (IP-tala skráð) 10.11.2009 kl. 15:26

3 identicon

Það er svo gaman þegar allt gengur vel :) Frábært hjá þér að skella þér út í göngutúr í flottu kerrunni og skoða heiminn svolítið :) Og örugglega ekki leiðinlegt fyrir hina í fjölskyldunni heldur :)

Sjáumst fljótlega kútur :)

Sigrún (IP-tala skráð) 10.11.2009 kl. 15:48

4 Smámynd: Freyja Haraldsdóttir

Æðislegt að heyra :)

Freyja Haraldsdóttir, 10.11.2009 kl. 22:03

5 identicon

Sæll Ragnar Emil

Ekkert smá flott að heyra fréttir af þér þessa dagana.Frábært að komast aðeins í göngutúr það hefur verið gaman sé það á myndunum.knús á ykkur öll kveðja frá öllum á Hraunstíg

Anna María Þorláksdóttir (IP-tala skráð) 12.11.2009 kl. 16:33

6 identicon

Sæll, kallinn minn.

Mikið er gott að heyra hvað þetta gengur allt vel. Það hefur bara verið frábært fyrir þig að komast út í góða veðrið og kerran þín er ekkert smá flott! Vonast til að sjá ykkur öll sem fyrst.

Kveðjur og knús.

Amma Áslaug og Siggi afi.

Áslaug Rafnsdóttir (IP-tala skráð) 16.11.2009 kl. 17:51

7 identicon

Sætu systkin!

Gaman að sjá alla saman úti að leika

Ása (IP-tala skráð) 17.11.2009 kl. 11:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband