Gleðileg jól

 

Gleðileg jól kæru vinir.  Aðfangadagskvöld gekk eins og í sögu, ekkert spítalavesen í þetta sinn :-) Ég var reyndar ekkert of hrifinn af allri þessari spennu og hafði lítinn sem engan áhuga á þessum pökkum.  En þegar ég fékk að fara í rúminu mínu inn í stofu og horfa á bíó á meðan allir voru að opna þá var ég sáttur við mitt.  Það var pakkasprengja þessi jólin, allt morandi í pökkum og vá hvað ég fékk fallegar gjafir.  Takk æðislega fyrir mig og mína.

Ég veit að það er langt síðan við skrifuðum síðast en það er allt búið að ganga nokkuð vel hjá mér.  Er búin að sleppa við allar pestir í vetur fyrir utan svínaflensuna í haust og eitthvern smá skít hér og þar.  Það gengur mjög vel í Rjóðrinu og er ég mjög ánægður þar.  Það kom nú reyndar eitt atvik upp í þarsíðustu innlögn þar sem ég var fluttur með hraði inn á spítala með sjúkrabíl.  Held að það hafi verið röð atvika sem að urðu til þess að ég féll svona mikið en ég var orðinn ansi tæpur og þurftu sjúkraflutningamennirnir að setja í mig kokrennu og blása í mig.  Þetta er í raun fyrsta skipti sem ég "krassa" svona svakalega í Rjóðrinu og var þetta mikið áfall fyrir vinkonur mínar þar.  En þær lærðu sko heilmikið á þessu og eru færar í flestan sjó eftir þetta :)

Hér koma svo nokkrar myndir og eitt video:

 24des-4059_945599.jpg

  24des-4142_945600.jpg

 

24des-4092_945601.jpg

 

24des-4498_945602.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

24des-4632_945603.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

24des-4621_945604.jpg

 

 

 Alsæll með trommuna frá Silju og Sigga :)

24des-4655_945606.jpg

 Með allar fínu jólagjafirnar mínar :-)

24des-4672_945607.jpg

 Silja og Siggi með sínar gjafir :)

24des-4678_945608.jpg

 

24des-4706_945609.jpg

 Silja og Siggi komin í jólanáttfötin frá Kertasníki:

24des-4687_945610.jpg

 Og komin í flottu náttsloppana frá ömmu Áslaugu og afa Sigga á Akranesi:

24des-4693_945611.jpg

Kær jólakveðja frá Ragnari Emil og fjölskyldu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Æðislegar myndir. Gleðilega jól!

Gunna (IP-tala skráð) 25.12.2009 kl. 23:02

2 identicon

Gleðileg jól ...æðislega sætar myndir af ykkur öllum og þið orðinn svo stór,,,Flottar gafirnar ykkar ,,,Kveðjur

Gestný (IP-tala skráð) 26.12.2009 kl. 00:21

3 identicon

Gleðileg jól, elsku Ragnar Emil og þið öll. Myndirnar ykkar eru alveg frábærar og það eru ekkert smá flottar jólagjafir sem þið hafið fengið. Ég sé að þið eigið yndisleg jól og það er líka yndislegt hvað þér gengur vel núna, litla hetja. Vona að Silja og Siggi hafi haft gaman af jólaboðinu hjá ömmu og afa. Hlökkum til að hlusta á þig tromma fyrir ömmu og afa, sem verður vonandi sem fyrst.

Jólakveðjur og jólaknús frá ömmu og afa á Skaganum.

Áslaug Rafnsdóttir (IP-tala skráð) 26.12.2009 kl. 17:00

4 identicon

Gleðilega hátíð Ragnar Emil minn.  Bið að heilsa öllum og knús til Sigga og Silju.

Jólakveðja Brynja vinkona

Brynja vinkona (IP-tala skráð) 27.12.2009 kl. 17:56

5 Smámynd: Ragnheiður

Flottar myndir og gaman að fá að sjá

Gleðilegt ár

Ragnheiður , 3.1.2010 kl. 00:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband