18.6.2009 | 10:32
Farinn á spítalann
Er kominn með einhverja pest, var orðinn frekar mikið slappur í gær og fór því upp á spítala um kvöldmatarleytið. Var með smá hitavellu, mikið slím, mikinn gröft í augum og erfiðaði mikið við öndun. Því var ekki um annað að velja en að skreppa upp á bráðamóttöku og láta kíkja á mig. Lungnamyndin var nokkuð fín þannig að þetta er sennilega ekki lungnabólga Eflaust eitthver vírus sem er að bögga mig og vonandi hristi ég þessa pest af mér sem fyrst. Mamma og amma Ragna fóru með mér uppeftir í gær og fóru svo heim að sofa en ég svaf hjá hjúkkunum upp á 22E. Pabbi fór svo til mín í morgunn en mamma er heima með Sigga sem er líka lasarus. Silja greyið var send ein í leikskólann, hún var að reyna að gera sér upp einhver veikindi blessunin en það tókst ekki alveg, hehe. Hún á núna bara eftir 2 vikur í leikskólanum og svo er hún hætt í leikskóla
Systkini mín náðu nú samt að skella sér á smá hátíðarhöld í gær, pabbi og amma fóru með þau í skrúðgöngu og fleira skemmtilegt á meðan við mamma höfðum það rólegt heima.
Við látum svo vita hvernig málin þróast
Athugasemdir
góðar batnikveðjur litli vinur minn
Ragnheiður , 18.6.2009 kl. 11:52
Sæll, elsku kallinn.
Þetta er nú meira baslið, en þú verður vonandi fljótur að hrista þetta af þér, litla hetja. Óska þér góðs bata, elsku litli ömmustrákur. Bið að heilsa öllum.
Amma Áslaug
Áslaug Rafnsdóttir (IP-tala skráð) 18.6.2009 kl. 20:16
Það er nú meira vesenið á ykkur bræðrunum. Vonandi hristið þið þetta af ykkur fljótlega svo það sé hægt að fara að halda upp á 2ja ára afmælið þitt.
Knús og kossar frá okkur öllum á Laufvanginum.
Eva Hrund og co (IP-tala skráð) 18.6.2009 kl. 23:00
Látið ykkur batna sem fyrst bræður og Silja er ekkert að fara að verða veik!
Knús á ykkur öll frá Hvammstanga
Ingunn , 18.6.2009 kl. 23:24
æ,æ litli kall. Vonandi hristir þú þetta af þér fljótt. kv Ágústa
Ágústa mamma Ásgeirs (IP-tala skráð) 19.6.2009 kl. 09:09
Elsku kallinn. Þú vonandi nærð að hrista þetta úr þér sem fyrst því að það er svo miklu betra að vera heima. Kveðja frá LUX.
Egill Reynisson (IP-tala skráð) 22.6.2009 kl. 18:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.