10.5.2009 | 12:20
Tölvukall
Ég er upp á mitt besta núna og hef gaman af hlutunum. Pabbi fékk gamla fartölvu hjá langömmu og eftir að hafa rifið hana í frumeyndir, keypt nauðsynlega varahluti og lóðað þá í, þá hrökk hún í gang. Við fengum hugbúnað frá Greiningarstöðinni og mús eins og áður hefur komið fram. Það er skemmst frá því að segja að þetta eru réttu græjurnar fyrir mig og nú er ég að breytast í tölvukall.
Það gengur betur og betur hjá mér að vera í smá halla, ég sat við tölvuna í klukkutíma í morgun og féll ekkert, leið bara vel.
Best að tromma bara á þetta..
Athugasemdir
Hæ, hæ frábært að sjá þetta. Tölvur eru frábærar :-) vonandi gengur áfram vel. kv Ágústa
Ágústa mamma Ásgeirs (IP-tala skráð) 10.5.2009 kl. 21:28
Flottastur er prinsinn ykkar :)
Hjördís Ósk (IP-tala skráð) 10.5.2009 kl. 23:26
Flottur tölvukall
Knús frá Hvammstanga.
Ingunn , 11.5.2009 kl. 00:38
Ji minn hvað þú ert heppinn! Eigin tölva og ekki orðinn tveggja ára! :) Þú ert nú meiri tölvutöffarinn:)
Sandra (IP-tala skráð) 11.5.2009 kl. 11:16
Hæ Ragnar Emil það er svo gaman að sjá hvað þú ert að þroskast mikið orðin svo duglegur áfram þú.Knús á ykkur öll kveðja frá okkur á Hraunstíg
Anna María Þorláks (IP-tala skráð) 11.5.2009 kl. 14:47
Þú ert flottastur :)
Freyja Haraldsdóttir, 11.5.2009 kl. 22:27
Til lukku með nýju tölvuna töffari;) Er bara flottastur;)
Unnur Eyj (IP-tala skráð) 12.5.2009 kl. 14:27
Hæ hæ sæti strákur
Gaman að lesa frásögnina um tölvuna þína... pabbi þinn bara nokkuð seigur að geta reddað þessu fyrir þig. Það styttist heldur betur í að stóri bróðir verður bara 4 ára Við höldum áfram að kíkja reglulega á bloggið þitt.
kv. Camilla og co
Camilla (IP-tala skráð) 12.5.2009 kl. 15:57
Voðalega líst okkur vel á græjurnar þínar. Þú er alveg að taka þig rosa vel út í þessu. Frábært að heyra hvað það gengur allt vel núna, vonum bara að það haldist þannig sem lengst.
Anna María, Gummi og Inga Lilja (IP-tala skráð) 13.5.2009 kl. 12:15
Mikið ertu nú flottur tölvustrákur, þú ert nú ekki lengi að læra á tölvuna. Það eru nú ekki margir innan við tveggja ára sem eiga sína eigin tölvu ;)
Kv, Eva og co
Eva Hrund og co (IP-tala skráð) 13.5.2009 kl. 18:24
Þú ert náttúrulega langlangflottastur sæti tölvukall:) Hlakka til að sjá þig á morgun í afmælinu. Knús og kossar;)
Kv. Binna vinkona
Binna vinkona (IP-tala skráð) 15.5.2009 kl. 17:34
Vá, hvað þetta er sætur tölvugaur :) Æðislegar myndir af þér, sæti strákur! Frábært fyrir þig að vera kominn með hentuga tölvu og hugbúnað fyrir þig. Gott að heyra hvað gengur vel hjá þér þessa dagana.
Knús frá okkur :)
Friðsemd, Þorsteinn, Davíð Freyr og Arnar Freyr
Friðsemd (IP-tala skráð) 16.5.2009 kl. 13:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.