Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2011

Varnareinangrun - Ragnar kominn í bómul !!!!!

Kæru vinir og vandamenn!!!!

 Við höfum ákveðið að draga Ragnar Emil tímabundið út úr samfélaginu vegna mikilla veirupesta og flensufaraldurs.  Hann fer einnig í frí frá leikskólanum tímabundið og viljum við vinsamlegast biðja fólk að koma alls ekki til okkar í heimsókn ef það er með smá kvef eða einhver önnur flensueinkenni.  Einnig viljum við biðja fólk að virða þá ákvörðun okkar að börn eru því miður ekki velkomin í heimsókn til okkar eins og er, hvort sem þau hafa einhver einkenni eða ekki.  Það eru engar undantekningar.

Undanfarið höfum við fengið ansi mikið "reality check" því SMA börn um alla veröld eru að hrynja niður vegna erfiðra veikinda.  Við vitum um 8 SMA-1 börn í Bandaríkjunum sem hafa látið lífið aðeins núna í janúar.  Þetta eru ekki einungis veik SMA börn og ung, heldur sterk SMA börn eins og Ragnar og sum nokkuð eldri en hann.  

Ragnar er í afar góðum höndum hér heima og hefur hann nóg fyrir stafni.  Við munum láta vita þegar við opnum dyrnar aftur að heimili okkar og mesta hættuástandið er liðið hjá. 

 Með kæru þakklæti fyrir það að virða óskir okkar og fyrir skilninginn,

fyrir hönd Ragnars Emils,

Aldís og Halli (mamma og pabbi).


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband