Gleðilegt nýtt ár og takk fyrir það gamla

Gleðilegt ár kæru vinir og takk fyrir liðið ár.  Kissing 

Gamlársdagur gekk mjög vel, ég var ekkert hræddur við sprengjurnar og unni mér vel heima með fjölskyldunni og ömmu og afa.  Ekki erum við nú mjög sprengjuglöð hér á Kvistavöllunum.  Afi keypti eina rakettu, eina köku og nokkur stjörnuljós og fór Silja út fyrr um kvöldið með stjörnuljós og fór á brennu með pabba og afa.  Siggi vildi ekki sjá að fara út fyrir hússins dyr, þessar sprengjur eru stórhættulegar og maður tekur enga óþarfa áhættu, hehe.  Einnig var hann búinn að biðja mömmu um að passa upp á að allir gluggar væru vel lokaðir og læstir svo engin sprengja kæmist inn í húsið okkar. Hann vildi ekki einu sinni halda á stjörnuljósi en hafði hugleitt það fyrr í vikunni og hugsanlega gæti hann haldið á einu ljósi út um bréfalúguna. Wizard

Þegar klukkan var að slá miðnætti var ég enn í fullu fjöri en Silja og Siggi steinsofnuðu yfir áramótaskaupinu.  Reynt var að vekja Silju í nærri hálftíma án árangurs, Siggi vaknaði dauðskelkaður og hágrét greyið inn í stofu í ömmufangi á meðan mestu sprengjulætin stóðu yfir.  Ég hinsvegar fór inn í herbergið mitt og gat horft smá á flugeldanna út um gluggann.  Mamma lagði mig svo í rúmið mitt og hækkaði það vel svo ég gat séð ljósadýrðina beint út um gluggann.  Og á meðan pabbi og afi hýmdu einir úti á miðnætti og kveiktu í kökunni okkar steinsofnaði ég yfir öllu saman ToungeSleeping

Nýársdagur var rólegur hjá okkur og í gær fór ég að hitta vini míni í Rjóðrinu, alsæll að vanda.  Ég verð fram á næsta föstudag í góðu yfirlæti. Heart

 

 Gamlárskvöld, afslöppun á Kvistavöllum :)

gamlars-5097_948458.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

gamlars-5099_948460.jpg

 

Silja sæta systir mín :)

 

 

 

 

 

 

 

gamlars-5124_948462.jpg

 

 Afi og Silja á brennu

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

gamlars-5150_948463.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

gamlars-5158_948464.jpg

 

 

 Siggi horfir út um gluggann harðlæsta.  Eins gott að hafa öryggisgleraugun og hattinn góða ;)

 

 

 

 

gamlars-5160.jpg

 

 Mamma og Siggi horfa á Silju

 

 

 

 

 

 

 

gamlars-5175.jpg

 Ég og mamma horfum á flugeldana

 

 

 

 

gamlars-5190.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

gamlars-5191.jpg

 Á leiðinni í Rjóðrið í fína dressinu frá afa og ömmu :)

 

 

 

 

 

 

 

gamlars-5269_948470.jpg

 

 

 

 

Sætustu systkinin mín


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður

Hahaha..Siggi góður að halda á ljósi útum bréfalúguna...snilld. Frábærar myndir

Ragnheiður , 3.1.2010 kl. 19:46

2 identicon

Gleðilegt ár öll sömul frá okkur í Stulla-fjölskyldu!  Gott að heyra hvað allt gekk vel um hátíðirnar :)

Gróa (IP-tala skráð) 3.1.2010 kl. 23:08

3 identicon

Það borgar sig að nota öryggisgleraugun... jafnvel inni í stofu haha ;) við hittum ykkur vonandi e-h á árinu ;)

kv Steinunn og co

Steinunn Björg (IP-tala skráð) 4.1.2010 kl. 12:47

4 identicon

Hæ, hæ og gleðilegt ár.

Frábærir krakkar sem þið eigið og flott. kv frá Selfossi

Ágústa og ásgeir (IP-tala skráð) 4.1.2010 kl. 12:57

5 identicon

Sæll Ragnar Emil og gleðilegt ár frábært að heyra hvað allt hefur gengið vel það er nú ekki annað hægt en að brosa af honum Sigga mínum ég held að hann erfi þetta frá nafna sínum ég heyrði einu sinni sögu um að afi Siggi hefði falið sig inni í skáp og sagt aumingja guð að fá þetta allt upp til sín hann var á svipuðum aldri og Siggi Sindri er núna ha ha Knús á ykkur öll

Allir á Hraunstíg

Anna María Þorláksdóttir (IP-tala skráð) 4.1.2010 kl. 23:14

6 identicon

Hæ, hæ

 Gleðilegt nýtt ár ! Flottar myndirnar og myndin af Sigga er frábær, hann er greinilega snillingur :) 

 Æðislegar myndirnar ykkar og þau eru svo miklir gullmolar, öll þrjú ! 

Bestu kveðjur af Völlunum C",)

Hjördís Ósk (IP-tala skráð) 11.1.2010 kl. 00:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband