25.6.2009 | 00:59
Afmælisstrákur :)
Ég á afmæli í dag, ég á afmæli í dag, ég á afmæli sjálfur, ég er tveggja ára í dag
Í dag, 25. júní er ég 2 ára gamall og það mætti halda að ekkert barn hafi áður orðið 2 ára því þvílík er gleðin. En það er nú ekkert skrítið því þegar ég greinist með SMA sjúkdóminn eru foreldrum mínum tjáð það að mjög líklega myndi ég ekki ná 1 árs aldri og alls ekki 2 ára. En ég er hér enn í fullu fjöri og eldsprækur, gengur betur með mig en flest allir áttu von á og er ég algjör kraftaverka strákur. Mamma og pabbi eru að missa sig úr monti yfir mér því ég er jú svo flottur og duglegur strákur, hehe.
Jæja, mamma búin að monta sig í bili. Það verður nóg að gera hjá mér um helgina, 2 afmælisveislur og fjör. Kannski fæ ég smá pakka líka og jafnvel ef ég verð mjög stilltur þá fæ ég kannski að sleikja smá krem af afmæliskökunni, það verður sko toppurinn.
Svo á afi Bóbó líka afmæli í dag, til hamingju afi Bóbó
Risaknús til allra frá Kvistavallabúum sem eru í þjóðhátíðarskapi
Já og svona eitt enn, kom heim af spítalanum síðasta mánudag, gleymdi víst að nefna það. En ég er orðin nokkuð góður og ætla að vera í essinu mínu um helgina
Athugasemdir
Innilega til hamingju með daginn!!!
Sissa (IP-tala skráð) 25.6.2009 kl. 06:23
Til hamingju með daginn Ragnar Emil og vonandi áttu góðan dag með fjölskyldunni þinni. þú ert algjört kraftaverk og gaman að sjá að þú er alltaf svo kátur og glaður strákur og svo duglegur líka. Kveðjur til mömmu og pabba sem eru líka kraftaverkafólk og eiga heiður skilinn fyrir alla sína vinnu og hafa rutt brautina fyrir mörg önnur sma börn og önnur langveik börn.
Guð geymi þig stóri strákur.
Guðrún Halla (IP-tala skráð) 25.6.2009 kl. 11:04
Innilega til hamingju með afmælið elsku Ragnar Emil
Eigið góðan dag kæra fjölskylda og góða skemmtun í veislunum
Knús og kossar frá Hvammstanga, Ingunn, Óðinn Örn og Ásrún Silja
Ingunn , 25.6.2009 kl. 11:42
Elsku hetjumolinn okkar.
TIL LUKKU MEÐ DAGINN ÞINN.......!!! Húrra húrra hann á afmæli í dag...
Vá hvað þú ert nú orðinn stór!! 2ja ára töffara-hetja :)
KNÚS á þig og þína elsku snúður...
Þín, Halla, Valdi, Ciara, Áróra og Jökull
Halla "frænka" og fjölskylda (IP-tala skráð) 25.6.2009 kl. 11:48
Elsku Ragnar Emil hetja innilega til hamingju með 2 ára afmælið þitt sjáumst á morgun knús og kossar fjölskyldan Hraunstíg
Anna María Þorláksdóttir (IP-tala skráð) 25.6.2009 kl. 11:54
Elsku Ragnar til hamingju með afmælið, við erum mjög stollt af þér hvernin þú ferð í gegnum baráttuna. Elva er bara búin að vera með besta móti (auðvitað alltaf einhvað slím versen). Við erum enn að bíða eftir Kerru búin að finna eina sem hentar, enn núna er biðin eftir sjúkrasamlaginu að samþiggja hana. Það hefði nú verið gama að koma í afmælisveislu til þín, við búum bara allt of langt í burtu. Enn og aftur risa afmæliskveðjur frá okkur Elvu.
Vala, Egill, Elva Björg og co.
Vala Björg Arnadóttir (IP-tala skráð) 25.6.2009 kl. 12:28
Til hamingju með daginn, þú ert algjör prins.
kv. Svana í Lyfju
Svana í Lyfju (IP-tala skráð) 25.6.2009 kl. 16:29
Elsku stór Raggi Kaggi
Hjartanlega til hamingju með þennan stóra dag litli vinur :) Þú ert sko klárlega allra duglegasti og flottasti tveggja ára strákurinn .. þó víða væri leitað :)
Leitt að komast ekki í partýið um helgina en við mætum sko pottþétt með pakkann eftir helgi
Kveðja Sigrún og strákarnir :)
Sigrún Jóna G. Eydal (IP-tala skráð) 25.6.2009 kl. 17:30
Hjartanlega til hamingju með afmælið...þú ert svo flottur !
Ragnheiður , 25.6.2009 kl. 17:58
Til lukku með afmælið sæti strákur
afmæliskoss og knús
kv.Camilla og fjölskylda
Camilla (IP-tala skráð) 25.6.2009 kl. 18:13
Innilegar hamingjuóskir með afmælið Ragnar Emil. Þú ert svo flottur strákur Kveðja, Vilborg (föðursystir Elvu Bjargar í Lúx)
Vilborg Reynisdóttir (IP-tala skráð) 25.6.2009 kl. 19:04
Til hamingju með stóra daginn Þetta er æðislegt!
Freyja Haraldsdóttir, 25.6.2009 kl. 19:33
Elsku Ragnar og þið öll til hamingju með daginn. Kærar afmæliskveðjur frá fjölskyldunni á Selvogsgötu 26.
Særún (IP-tala skráð) 25.6.2009 kl. 20:04
Elsku afmælisbarn! Óskum þér og ykkur öllum innilega til hamingju með þennan risaáfanga!
Sjáumst hress og kát á morgun.
Amma Áslaug og Siggi afi.
Áslaug Rafnsdóttir (IP-tala skráð) 25.6.2009 kl. 20:23
Elsku kraftaverkadrengur. Ég tárast þegar ég les þetta í dag. Vonandi færðu mikið krem og ég myndi líka gefa þér smá karamellusósu, því hún er svo góð. Gangi þér og þínum áfram vel og svo máttu vita að Ragnhildur er orðin "au pair" hjá Krissu og Óla ef þú vildir hitta hana.
Bestu kveðjur frá okkur öllum
Gunna frænka
Gunna (IP-tala skráð) 25.6.2009 kl. 20:59
Elsku Ragnar Emil til hamingju með afmælið þitt þetta er stór dagur hjá þér .Hveðjur til mömmu,pabba og systkina þinna.
Þóra Hjálmars (IP-tala skráð) 25.6.2009 kl. 21:11
Hjartanlega til hamingju með flottasta 2ja ára afmælisprinsinn :)
Afmæliskveðjur til ykkar allra C",)
Hjördís Ósk (IP-tala skráð) 25.6.2009 kl. 21:17
Til hamingju með stóra 2 ára afælisdaginn litli kraftaverkakall
Kveðja frá okkur á kvistavöllum 7.
Fríða (IP-tala skráð) 26.6.2009 kl. 15:23
Innilega til hamingju með afmælið, Ragnar minn ;) Þú ert langflottastur ;O) Eigiði góða afmælisdaga um helgina!!
kv Unnur
Unnur hjúkka (IP-tala skráð) 27.6.2009 kl. 10:08
Innilega til hamingju með afmælið elsku Ragnar Emil. Bestu kveðjur til mömmu og pabba, stóru systur og stóra bróður. Vonandi förum við svo að hittast í Rjóðrinu fljótlega :) Bestu kveðjur, Fanney Edda og co.
Fanney Edda Frímannsdóttir, 27.6.2009 kl. 20:58
til hamingju með afmælið stóri kraftaverkaprins!!! lang lang lang flottastur!!!!
kv. Haffi
Haffi (IP-tala skráð) 27.6.2009 kl. 23:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.