Vikufrí

Nú er ég búin að vera í tæpa viku í hvíldarinnlögn á spítalanum og gengur bara vel.  Fékk smá flensu í vikunni en fékk strax sýklalyf og líður strax mun betur.  Á morgunn kem ég svo heim og eru mamma og pabbi og systkini mín auðvitað búin að sakna mín ansi mikið. 

Siggi brósi varð 4 ára í síðustu viku og gátu mamma og pabbi farið með hann og Silju í bíó og út að borða.  Afmælisveislan var helgina áður þegar ég var enn heima og gekk það mjög vel.  Ella Karen mín yndislega hugsaði um mig á meðan veislan var.

Á miðvikudaginn fer ég í aðlögun í Rjóðrið, fer í eina nótt en mamma eða pabbi verða hjá mér á meðan.

 

Siggi að fara að blása á kertin:

siggaafmaeli1.jpg
 

Ég að njóta góða veðursins:

siggaafmaeli2.jpg

 

Úti að teikna:

siggaafmaeli3.jpg

 

Sólarlagið um kvöldið:

solarlag-0441.jpg


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ, hæ  gott að heyra að allt gangi enn vel þrátt fyrir smá flensuskít. Þau eru bæði búin að vera veik hjá mér. Ásgeir strax settur á syklalyf en bíðum og sjá til með GK. Vonandi gengur allt vel í Rjóðrinu á miðvikudaginn. kv Ágústa

Ágústa mamma Ásgeirs (IP-tala skráð) 24.5.2009 kl. 21:27

2 identicon

Sæll, elsku kallinn.

Þú ert ekkert smáflottur með derhúfuna og sólgleraugun og það er aldeilis flott afmælistertan hans Sigga. Silja er bara eins og alvöru listamaður, sem hún að sjálfsögðu er! Svo fer að styttast í afmælið þitt. Verður ekki svaka partý? Og verður ömmu og afa Sigga ekki örugglega boðið? Segðu pabba þínum að amma sé búin að láta innramma verðlaunamyndina og hengja hana upp á vegg í stofunni. Biðjum að heilsa öllum.

Skagakveðjur,

Amma Áslaug og Siggi afi.

Áslaug Rafnsdóttir (IP-tala skráð) 25.5.2009 kl. 21:16

3 identicon

Það er allt að komast í fínt horf hjá ykkur ;) gaman að sjá myndirnar af honum í tölvunni fyrir neðan - með hárið útí loft eins og alvör tölvunörd hehe

Takk fyrir okkur um daginn, alltaf ljúft að koma í veislur til ykkar. xxx

Ása (IP-tala skráð) 28.5.2009 kl. 14:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband