5.4.2009 | 23:26
Góður
Ég er orðinn mun betri af flensunni Í gær náði ég smá tíma án BiPabsins og í dag gat ég tekið mér góðar pásur frá því. Er líka orðinn líkari sjálfum mér, hress og kátur. Mamma gaf mér súper nudd fyrir háttinn og vorum við að hlusta á tónlist og syngja með á meðan. Ég var svo kátur og dillaði mér á fullu með, algjör rúsína.
Silja mín er líka orðin mun betri, fyrsti hitalausi dagurinn í dag
Á morgun ætlar hún Björg sjúkraþjálfarinn minn að kíkja til okkar og ætlum við að skoða kerrumálin mín. Vonandi verður kominn einhver lausn á kerrumálunum mínum fyrir sumarið svo ég geti nú aðeins kíkt á lífið fyrir utan á góðum degi.
Þóranna þroskaþjálfi og Þórunn iðjuþjálfi eru að útbúa fyrir mig borð svo ég geti leikið mér meira sjálfur. Ég get verið svo lítið í stólnum mínum þannig að það þarf að útbúa góða leikaðstöðu í rúminu mínu. Ég þarf að geta leikið mér eins og önnur börn, litað, málað, farið í bílaleik, lesið og fleira skemmtilegt. Var einmitt að mála með systkinum mínum í gær
Athugasemdir
Ánægð með þig
Freyja Haraldsdóttir, 6.4.2009 kl. 01:58
Vá hvað þú ert flottur lítill prins að mála svona fallega.
Kveðja frá okkur no 7.
Fríða (IP-tala skráð) 6.4.2009 kl. 09:03
Sæll Ragnar Emil gott að þú sért að hressast .Æðislegt að sjá hvað þú ert duglegur að mála.Biðjum að heilsa öllum á Kvistavöllum kveðja frá öllum á Hraunstíg
Anna María Þorláks (IP-tala skráð) 6.4.2009 kl. 17:46
Gott að heyra að allir séu að hressast.
Líka frábært að það sé verið að vinna í leikmálum, auðvitað verða allir litlir strákar að hafa tækifæri til að leika sér eins mikið og mögulegt er.
Hafið það sem allra best
Anna María, Gummi og Inga Lilja (IP-tala skráð) 7.4.2009 kl. 08:44
Halló, elsku litli ömmustrákur
Mikið er gaman að heyra hvað gengur vel núna. Það er nú ekki leiðinlegt að geta málað og dundað sér með krökkunum. Þetta lítur aldeilis vel út.
Bið að heilsa öllum.
Amma Áslaug
Áslaug Rafnsdóttir (IP-tala skráð) 7.4.2009 kl. 11:47
Gamana að sjá þig mála;) Er duglegast og sætastur;)
Unnur hjúkka (IP-tala skráð) 8.4.2009 kl. 08:03
Hæ hæ
Gaman að sjá þig mála og vonandi ferðu að fá kerruna þína. Bestu kveðjur úr sveitinni elsku litli frændi.
Gunna og þau hin
Gunna frænka (IP-tala skráð) 8.4.2009 kl. 11:28
Hæ, hæ
gaman að sjá hvað prinsinn er duglegur að mála ! Vonandi eigiði eftir að hafa það gott um páskana.
Páskakveðjur,
Hjördís og strákarnir C",)
Hjördís Ósk (IP-tala skráð) 8.4.2009 kl. 12:29
Flottastur að mála :)
voandi verður kerran hentug :) það munar alveg ótrúlega að komast út! Mér datt svo smá "dótahugmynd" í hug í dag... Ætli gullin okkar geti ekki leikið með bílabraut!! svona sem maður ýtir bara á smá takka og bílarnir bruna hring eftir hring eftir hring. sjáum til með það... ég mála bílana þá bara bleika til að gera þetta " stelpudót" haha..
kv Steinunn og co
Steinunn Björg (IP-tala skráð) 8.4.2009 kl. 19:37
Sæll Ragnar, gott að heyra að þú ert að hressast og frábært að sjá að þú hefur nú ýmislegt fyrir stafni í rúminu. Flott myndin þín. Óska þér og allri fjölskyldunni gleðilegar páskahátíðar. kærar kveðjur frá Særún og fjölskyldu
Særún Þorláksdóttir (IP-tala skráð) 9.4.2009 kl. 15:17
Þú ert sko fallegastur og svo duglegur að mála. Myndin hér í næsta bloggi er líka alveg frábær, prakkarasvipurinn alveg.
Ég kem af síðu Kerans litla sem var að greinast með sama sjúkdóm og þú.
Mamma þín og pabbi eru nú góð að bjóða fram stuðning öðrum sem eru veikir..
Ragnheiður , 9.4.2009 kl. 16:38
Flott mynd af þér og flot myndin sem þú gerðir enda algjör snillingur.
Hlakka til að hitta þig aftur á mánudaginn
Múmínkveðjur og gleðilega páska
Hildur
Hildur (IP-tala skráð) 11.4.2009 kl. 21:07
Hæ hæ, ákvað að skila eftir mig spor...
Flottur listamaður á ferð
Knús á alla, kveðja Ingunn.
Ingunn , 15.4.2009 kl. 15:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.