Ný síða :)

Ákváðum að færa okkur um set, blogcentral var alltaf að detta út. 

Er búinn að vera frekar slappur í dag, með hitavellu og vesen.  Er kominn á sýklalyf og vonandi ná þau að koma í veg fyrir frekari veikindi.  Er búinn að sofa mikið í dag og get lítið verið án BiPabs, en mér líður nú alveg ágætlega á því.  

Krossum putta og tær, nenni varla að fara á spítalann núna Crying


Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Til lukku með flutningana :) Knúskveðjur á ykkur öll... Láttu þér nú batna krúsin mín...

Endalausir kossar

Halla og restin

Halla og fjölsk. (IP-tala skráð) 17.3.2009 kl. 23:33

2 identicon

fluttningana átti þetta að vera hehe þoli ekki svona, þú veist það Aldís mín , er með fullkomnunaráráttu í stafsetningu hehe KNÚS...

Halla aftur (IP-tala skráð) 17.3.2009 kl. 23:34

3 identicon

Vonandi nærðu að halda þér heima í þetta skiptið litli kútur. Láttu þér batna sem fyrst :) Ég er búin að vera með flensu svo ég kíki víst ekkert á ykkur alveg strax, en vonandi fljótlega samt :) Bið að heilsa öllum :)

Og já til lukku með nýja síðu, vonandi virkar hún betur :)

PS: Halla það er bara eitt t í flutningana,  hahaha 

Kveðja Sigrún 

Sigrún (IP-tala skráð) 18.3.2009 kl. 08:52

4 identicon

sæll, stóri strákur. Takk fyrir að láta vita. Ég set nýja póstfangið í uppáhalds.

flýttu þér að láta þér batna.

Skagakveðjur.

Amma Áslaug

Áslaug Rafnsdóttir (IP-tala skráð) 18.3.2009 kl. 12:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband