4.2.2011 | 15:56
Varnareinangrun - Ragnar kominn í bómul !!!!!
Kæru vinir og vandamenn!!!!
Við höfum ákveðið að draga Ragnar Emil tímabundið út úr samfélaginu vegna mikilla veirupesta og flensufaraldurs. Hann fer einnig í frí frá leikskólanum tímabundið og viljum við vinsamlegast biðja fólk að koma alls ekki til okkar í heimsókn ef það er með smá kvef eða einhver önnur flensueinkenni. Einnig viljum við biðja fólk að virða þá ákvörðun okkar að börn eru því miður ekki velkomin í heimsókn til okkar eins og er, hvort sem þau hafa einhver einkenni eða ekki. Það eru engar undantekningar.
Undanfarið höfum við fengið ansi mikið "reality check" því SMA börn um alla veröld eru að hrynja niður vegna erfiðra veikinda. Við vitum um 8 SMA-1 börn í Bandaríkjunum sem hafa látið lífið aðeins núna í janúar. Þetta eru ekki einungis veik SMA börn og ung, heldur sterk SMA börn eins og Ragnar og sum nokkuð eldri en hann.
Ragnar er í afar góðum höndum hér heima og hefur hann nóg fyrir stafni. Við munum láta vita þegar við opnum dyrnar aftur að heimili okkar og mesta hættuástandið er liðið hjá.
Með kæru þakklæti fyrir það að virða óskir okkar og fyrir skilninginn,
fyrir hönd Ragnars Emils,
Aldís og Halli (mamma og pabbi).
Athugasemdir
Bestu kveðjur til Ragnars Emils. Vonandi gengur þetta varnareinangrunar dæmi fljótt yfir og hann nái ekkert að smitast af þessum pestum. Gott að hann hafi nóg fyrir stafni og ég veit að hvergi er eins vel hugsað um hann og heima hjá fjölskyldunni. Ég kom heim í gær frá USA eftir frábært frí en alltaf gott að koma heim. Hlakka til að hitta litlu gormana mína eftir helgi. Koss og knús að R.E Kveðja Hanna Rúna
Hanna Rúna (IP-tala skráð) 4.2.2011 kl. 16:10
Gott hjá ykkur að gera þetta, enda margar pestir í gangi.
Kv, Eva og co
Eva Hrund og co (IP-tala skráð) 4.2.2011 kl. 20:34
Vonandi dugar þetta ráð vel. Það eru óvenju slæmar pestir á ferðinni sem snáði eins og Ragnar hefur bara ekkert við að gera !
Gangi ykkur ofsalega vel
Ragnheiður , 4.2.2011 kl. 21:58
Er sammála þeim hérna á undan mér, vonandi er þetta nóg og hann komist í gegnum þennan tíma. Biðjum að heilsa ykkur öllum og vonandi fáum við bara góðar fréttir og það sem fyrst :O) Bestu kveðjur! Bryndís (bið að heilsa Sigga, sakna krakkanna rosalega af leikskólanum og auðvitað starfsfólks og foreldra líka
Bryndís, Steini, Bjarni og Sigrún Björg (IP-tala skráð) 4.2.2011 kl. 23:50
Ég skil ykkur svo vel og það er ekkert nema sjálfsagt að virða þetta. Mikið betra fyrir kútinn að vera vafinn inn í bómul á svona flensu tímum og hafa það gott heima með fjölskyldunni. Hann er nú örugglega bara hress með það, svo mikið um að vera fyrir hann :)
Ég reyni kannski að stinga mér ein út úr húsi í næstu viku eða þegar Steina kleina er orðin alveg hress af pestinni :)
Knús á ykkur öll :)
Sigrún (IP-tala skráð) 5.2.2011 kl. 00:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.