Andlit með fréttinni

Þegar sagðar eru fréttir af slátrun heimahjúkrunar barna er rétt að setja mynd við.

Ragnar Emil er lítill SMA snáði sem hefur, með hjálp heimahjúkrunar barna, náð að blómstra.  Fyrir fáum árum hefði hann dáið að óbreyttu fyrir tveggja ára aldur.

Ragginn á leið í skóla


mbl.is Ætla að hætta að greiða Heimahjúkrun barna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gott hjá þér að setja mynd með fréttinni, því fólk þarf að vita hvaða börn þetta eru sem þurfa á þessu að halda og hvers vegna.  Þarna er verið að spara aurinn og kasta krónunni, því það væri mun dýrara fyrir heilbrigðiskerfið ef þessi börn þyrfti að fá þessa sömu þjónustu á spítala.  Sonur minn þurfti á heimahjúkrun að halda fyrstu 10 mánuði ævi sinnar og ég hefði alls ekki viljað vera án þessarar þjónustu eða að þurfa að fara með hann upp á spítala mörgum sinnum í viku bara til þess að vigta hann, fylgjast með hvernig hann nærðist og mælingu á súrefnismettun. Það var nauðsynlegt að fylgjast vel með þessum hlutum en algjör óþarfi að fá þjónustu upp á spítala þar sem hún er mun dýrari, og ég sæi heilsugæsluna ekki í anda við að inna þessa þjónustu af hendi, eins og staðan er í dag tekur 7-10 daga að fá tíma hjá lækni á minni heilsugæslustöð!

Andrea (IP-tala skráð) 2.12.2010 kl. 12:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband