Atlantsolía styrkir Ragnar Emil

brynjar_tumi-2768.jpg

Það var hringt í okkur um daginn frá Atlantsolíu.  Þeir eru svo yndislegir hjá Atlantsolíu að þeir ætla að hlaupa fyrir mig í hlaupinu á morgun.  Þeir vilja styrkja minni "málefni" og ákváðu að styrkja mig í ár.  Kærar þakkir Atlantsolía og gangi ykkur vel í hlaupinu, við ætlum að reyna að kíkja eitthvað á hlauparana ef veður leyfir. 

brynjar_tumi-0914_1019246.jpg

Sumarið er búið að vera gott.  Miklar framkvæmdir hafa verið heima hjá okkur og erum við loksins búin að setja upp heita pottinn okkar sem okkur var gefinn fyrir tveimur árum síðan og pallurinn orðinn ansi fínn hjá okkur.  Ég er búinn að fara nokkrum sinnum í pottinn og hreinlega elska að vera svona í heitu vatninu :)brynjar_tumi-0916_1019245.jpg

Nú er allt sumarfrí búið og flestir komnir aftur til vinnu.  Nú byrjar púlið á ný.  Leikskólinn byrjaður, sjúkraþjálfarinn kominn úr fríi, iðjuþjálfinn, þroskaþjálfinn, stoðtækjafræðingurinn og allt heila klabbið byrjað að vinna í mínum málum á ný.  Það er bara gaman, fullt af nýjum hlutum á döfinni og margt skemmtilegt framundan.  

Hér er ein mynd síðan úr afmælinu mínu, var ekki upp á mitt besta þann daginn og fékk því að liggja í rúminu mínu á meðan sunginn var afmælissöngurinn:

brynjar_tumi-2565.jpg

 

Vildi bara aðeins láta heyra í mér, er í góðum gír.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Frábært að heyra að Atlantsolía ætlar að styðja þig :) Greinilegt að þér líður vel í þessum fína heita potti.

Kv, Eva og co

Eva Hrund Guðmarsdóttir (IP-tala skráð) 20.8.2010 kl. 22:48

2 identicon

Frábært að heyra af framtaki Atlantsolíu. Æðisleg aðstaðan sem þið hafið komið upp heima hjá ykkur, ekkert smá nice og frábært að sjá hvað Ragnari líður vel í pottinum. Hafið það alveg rosalega gott.

Anna María, Gummi og Inga Lilja (IP-tala skráð) 21.8.2010 kl. 08:46

3 Smámynd: Ragnheiður

flott þetta hjá Atlantsolíu :)

Gott að sjá að þú ert flottur eins og alltaf :)

Ragnheiður , 21.8.2010 kl. 22:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband