2.6.2010 | 14:06
Mamma og pabbi að fara út á SMA ráðstefnu
Já mamma og pabbi eru á leiðinni út til Santa Carla í Californiu á SMA ráðstefnu. Iceland Express voru svo yndisleg að styrkja þau langleiðina. Það koma allir helstu sérfræðingar um SMA á þessa ráðstefnu, læknar, hjúkrunarfólk, talmeinafræðingar, sjúkraþjálfarar, iðjuþjálfar, næringafræðingar svo einhverjir séu nefndir. En hér á landi getur enginn sérhæft sig í þessum sjúkdómi þar sem við erum afar fá með þennan sjúkdóm.
Það sem mamma og pabbi eru samt hvað spenntust yfir er að hitta allar SMA fjölskyldurnar. Án margra þessara fjölskyldna væri ég varla hér í dag, þau hafa hjálpað okkur gríðarlega og komið okkur á beinu brautina.
Skrifa meira fljótlega, hef frá svo miklu að segja ykkur :D
Lítið kraftaverkabarn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Gangi ykkur æðislega vel!!!
DoctorE (IP-tala skráð) 2.6.2010 kl. 14:49
Þið eruð sannar hetjur Ragnar Emil ! þú og foreldrarnir þínir og systkyni einnig, gangi ykkur allt í haginn.
Mun fylgjast með ykkur, ef ég má hérna :)
MBKV
Kristján Hilmarsson, 2.6.2010 kl. 15:08
Kæra fjölskylda : ) gangi ykkur vel og Guð veri með ykkur öllum.
Guðrún (IP-tala skráð) 3.6.2010 kl. 00:22
Gangi ykkur vel.
Grefillinn Sjálfur - Koma svo! (IP-tala skráð) 3.6.2010 kl. 01:19
Þið voruð rosa flott,elska ykkur þúsund hringi í kringum hnöttinn, stórt knús;)
Brynja Sif Bjarnadóttir (IP-tala skráð) 3.6.2010 kl. 20:18
DÁSAMLEGT! :)
Freyja Haralds (IP-tala skráð) 3.6.2010 kl. 23:10
Æðislegt að heyra, gott að heyra að þið fáið einhvern smá styrk. Gangi ykkur rosalega vel. kv Ágústa
Ágústa mamma Ásgeirs (IP-tala skráð) 4.6.2010 kl. 22:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.