Ber er hver borinn ("fæddur")

Þetta er málshátturinn sem ég fékk í dag.  Gleðilega páska, við erum búin að eiga góða páska. Ég fékk páskaegg, mér fannst málshátturinn skemmtilegastur og umbúðirnar utan um páskaeggið.  Ég vildi ekki súkkulaði í ár, neitaði bara að opna munninn Sideways

Vorum að koma úr matarboði hjá ömmu og afa.  Liðið fékk páskalæri með öllu tilheyrandi en ég slappaði af í sófanum, yndislegt alveg. 

Ég fór í Ikea í gær og verslaði mér alveg helling.  Mamma sá nú aðallega um innkaupin en ég var alsæll í kerrunni minni að horfa á allt fólkið.  Það er ótrúlegt alveg að þegar ég hef verið að fara á flakk undanfarið á meðal almennings þá lækkar púlsinn minn töluvert.  Mér finnst þetta greinilega mjög róandi og notalegt.   Já og mér þótti Ikea mjög skemmtileg verslun, allavega nóg pláss fyrir mig þar Cool

Það gekk glimrandi vel í Rjóðrinu síðustu viku.  Ég var í fantaformi allan tímann og töluðu kellurnar mínar um það hvað ég hefði verið æðislega glaður allan tímann, syng og tralla með þeim út í eitt eins og mér einum er lagið.  

Á föstudaginn langa kom hún vinkona mín í heimsókn, hún Fanney Edda.  Það var yndislegt að fá hana til okkar.  Hún er jafngömul mér og við gátum sko legið saman og horft á hvort annað, mér fannst hún sko sæt og reyndi að heilla hana með tónlistarhæfileikunum. Veit ekki alveg hvort það tókst, það hafði allavega róandi áhrif á hana því hún einfaldlega sofnaði við hliðina á mér.  Við ætlum að heimsækja hana við fyrsta tækifæri. 

Eitt að lokum, elsku Sigrún vinkona okkar var að eignast litla prinsessu í gær.  Mamma fékk aðeins að knúsa hana í dag og mamma segir að hún sé algjört æði.  Ég ætla að heimsækja hana mjög fljótlega og fá aðeins að pota í hana.  Ég get nefnilega aðeins potað í þessu pínkuponsu litlu börn því þau eru svo oft sofandi.  En þegar þau stækka aðeins þá geta þau ekkert verið nálægt mér því þá eru þau farin að slá og klípa og mér líkar það ekkert sérlega vel.  

Hér koma nokkrar myndir, ein úr Ikea og svo páskaeggja myndir : Voila!!!

moods_from_fimmvor_uhals-8831.jpgmoods_from_fimmvor_uhals-8886.jpgmoods_from_fimmvor_uhals-8861_978300.jpgmoods_from_fimmvor_uhals-8858.jpg


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gleðilega páska sæti

Freyja Haraldsdóttir (IP-tala skráð) 5.4.2010 kl. 01:08

2 Smámynd: Ragnheiður

vá en flott ..en þú ert nú eini karlmaðurinn sem ég veit um sem slakar á í Ikea hahaha....

Góður !

Ragnheiður , 5.4.2010 kl. 08:53

3 identicon

Gleðilega páska, en gaman að fá hana Fanney Eddu í heimsókn. Já eg er sammála eg held að þú sért eini karlmaður sem eg þekki sem finnst gaman í IKEA he he.

kveðja frá Lux

Vala Björg Arnardóttir (IP-tala skráð) 5.4.2010 kl. 09:43

4 identicon

Gleðilega páska og frábært að heyra hvað allt gengur vel núna og mikið spennandi að upplifa.

Anna María, Gummi og Inga Lilja (IP-tala skráð) 6.4.2010 kl. 15:02

5 identicon

Sæll, kallinn minn,

Vildi bara láta þig vita að ég fylgist með, Hlakka til að fá þig í heimsókn til ömmu og afa á Skaganum. Við reddum bara rampi svo að þú verðir ekki í vandræðum með að koma í heimsókn. Ég var líka að frétta að þú værir búinn að fá forláta stól til að rúnta á um húsið. Ég vona bara að þú farir varlega!

Bið að heilsa öllum.

Amma Áslaug.

Áslaug Rafnsdóttir (IP-tala skráð) 8.4.2010 kl. 19:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband