Sorg

Er kominn heim úr Rjóðrinu, þar gekk allt saman mjög vel.  Kíkti samt við á spítalanum á leiðinni heim því mér er búið að vera illt í mjöðmunum og í kringum hnappinn minn.  Fór í röntgen á mjöðmum og þar er mér búið að versna.  Var kominn úr lið en er núna orðinn verri þar, kúlan fer í báðar áttir og er ég búinn að vera með verki.  En ég fæ verkjalyf reglulega sem heldur mér nokkuð góðum.  Er betri í kringum hnappinn, fékk Dactacord og Fucidin og það virðist hjálpa smá en þetta er búið að vera nokkuð þrálátt í marga mánuði en vonandi fer þetta að lagast.  Það var tekið sýni til ræktunar og fáum við út úr því eftir helgina. 

Fengum sorgarfréttir í gær, elsku litla Elva Björg SMA stelpa í Luxemborg er dáin.  Þetta er mikið áfall fyrir okkur og litla SMA hópinn okkar.  Ískaldur veruleikinn sló okkur SMA fjölskyldurnar ansi hart núna.  Hugur okkar er hjá elsku fjölskyldu Elvu Bjargar og litla fallega SMA englinum henni Elvu Björg.  

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Ragnar Emil !

Hugur minn er núna hjá þér Ragnar og á ég þá ósk heitasta

Jesus Kristur komi inn í þínar aðstæður og geri þig alheilbrigðan.

Kærleikskveðja á þig og foreldra þína og alla þína nánustu. 

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 10.1.2010 kl. 11:09

2 identicon

Mikið óskaplega eru þetta sorglegar fréttir og óhugnalegar. Virðist svo stutt milli þess að allt líti vel út og að lífið fari á versta veg. Minnir okkur svo illilega á hversu hrikalegan sjúkdóm þessi litlu börn eru að berjast við. En það eina sem hægt er að gera er að halda áfram að berjast!

Kveðja Sigrún

Sigrún (IP-tala skráð) 10.1.2010 kl. 11:32

3 identicon

Hæ sæti.

Vonandi lagastu nú fljótt í fætinum.

Sorglegt að heyra með Elvu Björg, við sendum fjölskyldunni hennar innilegar samúðarkveðju og megi góður guð hugsa vel um þau á erfiðum tíma. 

Kv, Eva og co

Eva Hrund og co. (IP-tala skráð) 10.1.2010 kl. 13:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband