Kominn heim í heiðardalinn

Er kominn heim, kom heim um helgina og líður betur.  Er reyndar enn að jafna mig, þetta tekur bara sinn tíma.  Er til dæmis ekki farinn að geta verið án BiPabs neitt að ráði en það kemur allt saman.  Fóturinn er líka mun betri og er ég hættur að veina þegar einhver kemur nálægt honum.  Það kom allt eðlilegt út úr ísótópaskannanum og því hefur þetta örugglega verið tognun eða eitthvað slíkt.

Svo kom ég bara í sjónvarpinu á föstudaginn, hehe. Mamma og pabbi stóðu sig vel, fannst ykkur það ekki? Það þarf að passa sig greinilega hvað maður skrifar hér á bloggið því að eftir að við skrifuðum um batterís málin hér þá hringdi í okkur fréttamaður Halo

Á morgun á Silja Katrín sætust mín afmæli og verður hún 6 ára. Wizard Nú er verið að plana veislu aldarinnar en hún er nefnilega þrískipt, ja hérna hér.  Á morgunn koma stelpurnar úr bekknum í partý og á laugardaginn verða 2 veislur, vinapartý og fjölskyldupartý.  Þetta er svo margt fólk og ógerlegt fyrir mig að fá allt of marga í einu :)

Ætla að fylgjast með mömmu í tiltektinni í dag og bakstrinum, reyni að segja henni eitthvað til Grin


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já enn flott að þú ert komin heim og þetta var ekki eins slæmt með fótinn þinn. Við í útlandinu sáum  ykkur líka í sjónvarpinu, rosa fín öll sömul. Vona að veislan hjá systu verði flott, mamma er farin að huga að minni stóru afmælisveislu í enda nóvember.....hlakkar mikið til, verst að þú getir ekki komið Ragnar minn.

kveðja Elva Björg og mamma hennar hún Vala Björg

Vala Björg Arnardóttir (IP-tala skráð) 14.10.2009 kl. 09:19

2 Smámynd: Ragnheiður

Þið voruð svo flott í sjonvarpinu og svona breytast hlutirnir oft, einhver talar um og þá kannski lagast það.

Gott að þér er að batna í fætinum sæti snúður

Ragnheiður , 14.10.2009 kl. 14:39

3 identicon

Sæll, elsku kallinn.

Frábært að heyra hvað allt gengur vel hjá þér núna. Þú ert alveg ótrúlegur. Hlakka til að sjá ykkur á laugardaginn. Því miður er Siggi afi að vinna á laugardaginn og kemst ekki í veisluna, en það er ekkert við því að gera.

Sendum þúsund kossa og knús á línuna.

Amma Áslaug og Siggi afi.

áslaug Rafnsdóttir (IP-tala skráð) 14.10.2009 kl. 18:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband