Svínaflensan mætt

September fór í sögubækur fjölskyldunnar sem einn blogglatasti (á eftir júlí og ágúst Wink).

Þetta sumar var hreint út sagt frábært, ég hef tekið miklum framförum og verið mjög meðfærilegur, öllum til ómældrar ánægju.  Farinn að geta verið mikið uppréttur, og einu föllin hafa verið hjá mér þegar hún Björg sjúkraþjálfari hefur komið í heimsókn.

Á laugardagskvöldið fór af stað einhver óværa sem magnaðist, þannig að á sunnudaginn var ekki um neitt annað að ræða en að fara á Barnaspítalann.  Tekin voru alls kyns próf og myndir til að sjá hvað væri að mér og allt kom neikvætt út.  Ég dormaði svona inn og út allan daginn í mikilli vanlíðan en fór að metta aðeins betur um kvöldið þegar pabbi hækkaði í BiPAP vélinni þ.a. hægt var að dæla lofti í gegnum skítinn í lungunum mínum.  Mamma, Sandra og Pabbi skiptust á um að hlúa að mér þann daginn og ég svaf aðeins um nóttina.

Í dag er ég búinn að vera skárri og kom það því flatt upp á settið þegar Ýr hringdi með þær fréttir að kallinn væri bara kominn með SVÍNAFLENNSUNA! Blush  Jahérna, hún Ýr átti nú ekki til orð og fannst með ólíkindum að ég skyldi komast í gegnum fyrsta kúfinn bara á BiPAPinu.  Hver er bestur Cool

Annars er ég núna kominn á Tamiflu sem er veirulyfið ætlað til að berja á svona vírusum.

Góðu fréttirnar eru að nú þarf enga bólusetningu við helv. svína flensunni LoL

 

Biðst enn og aftur afsökunnar á skrifletinni og við sjáum hvort liðið fari ekki að standa sig!

 

Góðar stundir 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður

 æj úpps..ekki var það nú það besta að fá. Góðan bata ..

Ragnheiður , 5.10.2009 kl. 22:37

2 identicon

Já langt síðan að maður hafi lesið einheverjar fréttir hérna af þér Ragnar minn, það var nú leiðinlegt að heyra að þú hafir nælt þér í þessa bölv.... svínaflensu. Við Elva erum líka hrædd við hana. Vonum að hún nái ekki til okkar. Annars er Elva líka búin að vera með lata bloggara, það tengist kanski þegar henni líður vel eru foreldranir latari að blogga. Vona að allt gangi vel.

Kveðja frá Lux Vala og co.

Vala Björg Arnardóttir (IP-tala skráð) 6.10.2009 kl. 12:37

3 identicon

Þú ert náttúrlega bara snillingur að rusla svínaflensunni af þér! Vona að allt gangi vel.

 Kveðja af Skaganum í fallegu haustveðri, Helga

Helga Arnar (IP-tala skráð) 6.10.2009 kl. 12:49

4 identicon

Frétti að þú værir komin með svínaflensuna. Láttu þér nú batna. 

kv.svana

svana í apótekinu (IP-tala skráð) 6.10.2009 kl. 20:17

5 identicon

Alltaf gaman að fá fréttir og gott að heyra hvað það hefur gengið vel í sumar.  Gangi þér rosalega vel í baráttunni við svínaflensuna.

Anna María, Gummi og Inga Lilja (IP-tala skráð) 7.10.2009 kl. 08:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband