FRÍ

Takk allir fyrir allar kveðjurnar, mjög gaman að sjá hverjir eru að kíkja á mig.

Búið að ganga nokkuð vel síðan síðast.  Er búinn að vera í hvíldarinnlögn á spítalanum síðan á þriðjudag í mjög góðu yfirlæti þar.  Kem svo heim á morgunn, mamma er orðin ansi spennt að fá mig aftur heim, er að gera allt fínt fyrir prinsinn sinn.  Gömlu skötuhjúin eru nú búin að sakna mín ansi mikið og finnst mjög tómlegt heima en þau eru nú búin að heimsækja mig nokkrum sinnum þessa vikuna.  Þetta var fyrsta hvíldarinnlögnin mín en nú á þetta að verða mánaðarlegt plan hjá mér, ekki slæmt það, það er aldeilis dekrað við mig á spítalanum, er sko aðal prinsinn á staðnum Cool

 

Já svo eru komin nokkur ný albúm inn á Barnalandssíðuna okkar Wizard

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Elsku kallinn :)

Ég er nú alveg viss um að þú hefur haft það gott hjá  liðinu uppi á spítala litli kútur og vonandi hafa mamma og pabbi getað nýtt pásuna vel :) 

 Ég fer ogkíki á barnaland :) Allltaf gaman að sjá myndir :)

Kveðja Sigrún 

Sigrún (IP-tala skráð) 30.3.2009 kl. 14:25

2 identicon

Efast ekki um að þú sért aðal prinsinn þarna uppi.. Ert það alls staðar;O) Langar að fara kíkja á þig litli prins.. Vonandi bara fljótlega eftir páskanna;) Verð í bandi við múttu þína;O)

kv Unnur Eyj. 

Unnur (IP-tala skráð) 30.3.2009 kl. 15:05

3 identicon

Hæ, ömmukútur.

Það verður aldeilis gaman á Kvistavöllunum þegar þú kemur heim. Ég veit að það hafa allir saknað þín, þú ert svo yndislegur lítill strákur. Vonandi gengur allt svona vel áfram.

Skilaðu kveðju til allra.

Amma Áslaug.

Áslaug Rafnsdóttir (IP-tala skráð) 31.3.2009 kl. 11:47

4 identicon

Bara að kíkja á bloggið þitt fallegastur í heimi :)

Knús á ykkur öll...

Halla "móða" og co.

Halla "móðursystir" ;) (IP-tala skráð) 31.3.2009 kl. 23:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband