Stór dagur :)

Það er búið að vera nóg að gera hjá okkur undanfarið. 

 Afmælisveislurnar mínar tvær gengu eins og í sögu, ég var alsæll með allt saman, fékk helling af gjöfum, fullt af yndislegu fólki heimsótti mig og svo fékk ég pínu kökukrem í smakk, nammnamm.

raggi_uti-2973.jpg

 

 Hér er ég að opna pakka, þvílíkt fjör :)

 

 

 

 

 

raggi_uti-2997.jpg

 

Ella yndislega mín að knúsa mig og kjassa :)

 

 

 

 

 

 

raggi_uti-3003.jpg

 

Að sjálfsögðu fékk ég þessa fínu blöðru Wizard Ég elska blöðrur og á mjög auðvelt með að sveifla þeim til eða frá.  Mamma hengdi afmælisblöðru á stólinn minn og var hún eiginlega mesta fjörið í afmælinu.

 

 

 

raggi_uti-3076.jpg

 

Svo sungu allir fyrir mig afmælissönginn, ekkert smá gaman.  Hér er fjölskyldan og hjúkkur úr fyrra afmælinu.  Silja hjálpaði mér svo að blása á fínu Doru kökuna mína :)

 

 

 

 

raggi_uti-3168.jpg

 

Hér er svo glæsilega Dóru og Klossa kakan mín InLove Ég elsku Dóru þættina mjög mikið og þess vegna fékk ég Dóru afmælisveislu ;)

 

 

 

 

raggi_uti-3088.jpg

 

Já og hér fékk ég smá krem í munninn.  Fannst það smá skrítið, brosti smá þegar ég fékk bragðið en gretti mig svo og slefaði því svo út úr mér.  Er ekki alveg að fatta þetta að borða dæmi, ferlega fyndið.

 

 

 

 

raggi_uti-3229.jpg

 

Já og svo út af því að það er alltaf gott veður í afmælisveislum hjá okkur þá fékk ég að skreppa út á pall í veðurblíðuna.  Alsæll með afmælisveislurnar mínar og takk allir kærlega fyrir mig.  Og þið sem senduð okkur kveðjur, þúsund kossar og knús til ykkar :)

 

 

 

Um síðustu helgi fór ég svo í aðra helgardvölina mína í Rjóðri.  Það gekk líka svona vel eins og í fyrra skiptið og bræddi ég að sjálfsögðu alla upp úr skónum.  Ég fer svo aftur um miðjan ágúst yfir helgi og í september byrja ég svo á vikudvöl í einu.  

Í fyrradag heimtaði Siggi stóri flotti bróðir minn að nú væri kominn tími til að losna við hjálparadekkin sín.  Og því tók pabbi sig til og tók hjálparadekkin af og líka á Silju hjóli.  Þetta var enga stund að koma og nú hjóla systkinin hérna út um allar trissur án hjálparadekkja, svaka dugleg og flott. 

raggi_uti-3860.jpg

Siggi flottastur með hjólið sitt og engin hjálparadekk, duglegastur :)

Það er nú eins gott að hafa öryggismálin á hreinu og Siggi passar upp á að hafa hjálminn sinn og hlífarnar ;)

Siggi fór til læknis í gær því hann hrýtur svo svakalega litla greyið, hehe.  Og það er ástæða fyrir því, rífa þarf úr honum hálskirtlana og það verður gert í ágúst.  Svo er hann kominn í sumarfrí frá leikskólanum og byrjar aftur 6. ágúst þá komin í bláa hóp á Hóli sem er hópurinn fyrir stóru og flottu krakkana Wink

 

 

 

 

raggi_uti-3760.jpgSilja skott er líka komin í sumarfrí.  Hún reyndar kvaddi leikskólann sinn á mánudaginn síðastliðinn og mun ekki fara aftur.  Hún kvaddi glöð og sæl en mamman með talsverðum trega Crying en hún byrjar í fyrsta bekk í ágúst.

Svo hrynja úr henni tennurnar, fimmta tönnin hrundi fyrir stuttu.  Hér er Silja með hálf götóttan munn, hehe.

 

 

 

raggi_uti-4009.jpgOg vitiði bara hvað !!!  Ég fékk að fara út í dag, út á götu í smá göngutúr, jibbý.  Loksins, loksins eru kerrumálin komin í lag.  Ný, glæsileg kerra er komin til okkar, sérmótið úr gamla stólnum passaði svona fínt í kerruna.  Afi Bóbó reddaði þessum fína bakka undir kerruna á augabragði og pabbi búin að græja batterí og inverter og alls kyns græjudót svo að öll tækin mín komast nú undir kerruna.  Þá var bara ekki til setunnar boðið nema skella sér út í ferska loftið.  Og vá hvað það var yndislegt, hef ekki farið út, nema rétt út á pall eða út í sjúkrabíl, í meira en heilt ár.  

 

raggi_uti-4013.jpg

 

Glæsilega kerran mín og tækin mín með :) Vantar reyndar nokkur tæki en þetta eru þessi helstu sem ég get alls ekki verið án :)

 

 

 

 

raggi_uti-4016.jpg

 Frekar bjart fyrir mig, er ekki alveg vanur allri þessari birtu en sólgleraugun voru eðal :)  Frábært alveg að komast aðeins út og ekki skemmdi góða veðrið í dag. 

Já stór dagur fyrir mig og mína WizardWizard

Jæja, eflaust lengsta myndasyrpa frá upphafi en við kveðjum í bili og látum vita af okkur aftur sem fyrst.

Sumarknús frá okkur öllum á Kvistavöllunum.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Fyrir allt þetta færðu allt er ég kann, og allt er ég kann ekki.

Ég kann bara eitt svar..það er hægt.

Ég veit ekkert hvað ég á að segja..elsku barn.

hart (IP-tala skráð) 9.7.2009 kl. 23:55

2 Smámynd: Freyja Haraldsdóttir

Til hamingju með allt saman, afmælið, nýja kerru-kaggann og göngutúrinn Snilldin ein!

Freyja Haraldsdóttir, 9.7.2009 kl. 23:58

3 Smámynd: Ragnheiður

Flottur úti að labba og snilldargræja nýja kerran þín, til hamingju með afmælið og veislurnar. Þetta hefur verið gaman.

Knús á línuna...á duglegu systkinin þín og mömmu og pabba. Láttu systur segja sjöhundruðsjötíuogsjö meðan munnurinn er svona götóttur hehe. Bróðir er snjall að passa upp á öryggisdæmið, þannig á maður einmitt að gera 

Ragnheiður , 10.7.2009 kl. 00:18

4 identicon

Rosalega gaman að lesa svona góðar og skemmtilegar fréttir. Vonandi gengur svo áfram svona vel. kv úr sólini á Selfossi

Ágústa mamma Ásgeirs (IP-tala skráð) 10.7.2009 kl. 19:17

5 Smámynd: Ingunn

Þið eruð flottustu systkinin

Æðislegar myndir 

Knús frá Hvammstanga

Ingunn , 10.7.2009 kl. 22:20

6 identicon

Til hamingju með afmælið og alla stórmerkilegu hlutina sem eru að gerast í lífi fjölskyldunnar. Gaman að fylgjast með ykkur úr fjarlægð.

Sólarkveðjur frá Sauðárkróki,

SG

Sigríður Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 11.7.2009 kl. 19:11

7 identicon

Rosalega flott nýja kerran þín og gott að þú getir nú loksins farið út í göndutúr í góða veðrinu. Siggi og Silja líka voðalega dugleg að sleppa hjálparadekkjunum á hjólunum sínum. Við biðjum rosalega vel að heilsa.

Kv, Eva og co

Eva Hrund (IP-tala skráð) 12.7.2009 kl. 21:12

8 identicon

Hæ Ragnar Emil svo gaman að heyra allar þessar góðu fréttir af ykkur öllum frábært að kerran þín sé tilbúin knús á ykkur öll kær kveðja fjölskyldan Hraunstíg

Anna María Þorláksdóttir (IP-tala skráð) 13.7.2009 kl. 00:34

9 identicon

Vá til hamingju með flottu kerruna þína ! Kannski sjáumst við bara hérna einhvern góðan sólardaginn á röltinu á Völlunum :) Það hefur greinilega verið gaman í afmælinu líka.

Hafið það rosalega gott, kv. Hjördís og strákarnir C",) 

Hjördís Ósk (IP-tala skráð) 13.7.2009 kl. 23:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband