Rjóður og fleira

Þegar við komum heim úr hvíldarinnlögn á mánudag í síðustu viku var víst ekkert öll flensan farin úr mér því mér fór svo versnandi næstu daga.  Á miðvikudaginn í síðustu viku var ákveðið að fara með mig aftur inn á spítala og fékk ég sýklalyf í æð.  Var búin að vera á sýklalyfi og það var alls ekkert að virka.  Átti nokkra erfiða daga, féll til dæmis einu sinni langt niður fyrir hættumörk, talan á mælinum sýndi 6 í súrefnismettun sem er fáránleg tala.  En Ella mín og Hanna ofurhjúkka tóku vel á mér og blésu í mig með ambubag.  Um helgina var ég svo orðin nokkuð góður og útskrifaðist ég svo á þriðjudag í mínu fínasta formi. 

Í gær fór ég hinsvegar í Rjóðrið í aðlögun.  Mamma og pabbi voru hjá mér fyrsta sólahringinn og svo verða þau að koma og fara yfir helgina en ég kem heim á mánudag.  Mamma var hjá mér í nótt og fór mjög vel um okkur saman.  Pabbi skrapp svo inneftir núna til þess að hjálpa yndislega starfsfólkinu að koma mér í bólið.  Það gengur ofsalega vel og er ég alsæll með allar þessar nýju stelpur sem eru að hugsa um mig.  

Ég er orðinn svo sniðugur, er farinn að fela mig með hendinni og lyfta svo hendinni þegar mamma segir "Hvar er Ragnar Emil?" Þetta finnst mér alveg ferlega sniðugt og hlæ og hristist af ánægju.  

 raggi_s_coming_home_tomorrow-1128_858148.jpg Sæti snúður á spítalanum

siilja_hermann-1172.jpg  Silja og Hermann "frændi"

 the_siggis-1136.jpg  Afi og Siggi að veiða

siggi_the_lubines-1260.jpg  Siggi við Hvaleyrarvatn

attack_of_the_terrier-1273.jpg  Mollý sætust á harða hlaupum

 

Svo eru komnar inn fullt af nýjum myndum á Barnaland :)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður

flottar myndir.

Það er gott að þú ert ánægður í Rjóðrinu

Ragnheiður , 5.6.2009 kl. 21:03

2 identicon

Sæll Ragnar Emil sætilíus æðislegt að þú sért ánægður í rjóðrinu þær eru svo frábærar þessar stelpur sem vinna þarna allavega þær sem ég þekki :)  ég bið að heilsa þeim.Knús á ykkur öll kveðja frá okkur á Hraunstíg

Anna María Þorláks (IP-tala skráð) 5.6.2009 kl. 21:27

3 Smámynd: Freyja Haraldsdóttir

Úff, gott að þú náðir þér aftur sæti kall... Það er bannað að stríða svona

 Flott að það gengur vel á Rjóðrinu, ég hlakka til að heyra meira.

Kv. Freyja

Freyja Haraldsdóttir, 5.6.2009 kl. 23:01

4 identicon

Sæll, elsku kallinn!

Það er gott að heyra hvað allt gengur vel. Svo er nú ekki leiðinlegt að kanna nýjar slóðir í Rjóðrinu, fullt af skemmtilegu fólki til að spjalla við. Hlakka til að sjá þig. Bið að heilsa öllum. Knús og kossar.

Amma Áslaug

Áslaug Rafnsdóttir (IP-tala skráð) 6.6.2009 kl. 13:07

5 identicon

Elsku kallinn, eg veit alveg hvernin mömmu og pabba hafi liðið þégar þau sáu svona lága tölu á mettunarmælinum. Enn þú reddaðir þér úr þessu eins og alltaf. Gaman að geta farið í rjóðrið, við vildum að það væri einhvað svoleiðis herna í Lux. Elva hefði örugglea ekkert á móti því. Svo verð eg nú að hrósa pabba þínum fyrir flottar myndir sem hann tekur.

ástarkveðja frá Lux Vala og co.

Vala B. Arnardóttir (IP-tala skráð) 8.6.2009 kl. 22:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband