Í hvíldarinnlögn

Er enn upp á mitt besta, glaður og kátur.  Fór á mánudaginn í hvíldarinnlögn og er þar enn.  Það gengur bara mjög vel og er ég hress og kátur á spítalanum.  Er búin að vera mikið með í fjörinu hjá staffinu á spítalanum, fæ að vera með þeim í saumaklúbbnum inn á vakt, hehe. 

Pabbi minn varð fertugur í gær, til hamingju pabbi minn. Mamma og pabbi voru með smá afmæliskaffi í gær og var bara gott að ég var ekki heima, ekkert gott að vera innan um allt of mikil læti.  En pabbi kíkti til mín í dag og knúsaði mig smá.

Sumardagurinn fyrsti á morgunn og Silja er að fara að syngja niðri á Thorsplani rúmlega 2.  Hún og deildin hennar ætla að syngja nokkur vel valin lög fyrir gesti og gangandi.

Einnig eru nýjar myndir á barnalandi.

Gleðilegt sumar allir og takk fyrir veturinn Wizard


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður

Gleðilegt sumar langfallegastur og til hamingju með hann pabba þinn. Ég er nú ekki hissa þó að þú fáir að vera inn á vaktinni hjá hjúkkunum, þú bræðir allar kvenpersónur hehe

Takk fyrir veturinn og kær kveðja til fjölskyldunnar þinnar í von um gott sumar fyrir okkur öll

Ragnheiður , 22.4.2009 kl. 22:05

2 Smámynd: Ingunn

Gleðilegt sumar og knús á alla

Ingunn , 23.4.2009 kl. 11:20

3 identicon

Elskulega fjölskylda.

Gleðilegt sumar og takk fyrir veturinn. Afmælisveislan hjá "gamla" var frábær og það er ótrúlegt að það skuli vera liðin 40 ár síðan hann fæddist. En svona er þetta bara. Það sem vantaði auðvitað í veisluna var aðal maðurinn, Ragnar Emil. Það er gott að vita að hann skuli vera svona vinsæll hjá hjúkkunum að hann fær meira að sega að vera með í saumaklúbb!

Ég vona að við sjáumst sem fyrst.

Skagakveðjur.

Amma Áslaug

Áslaug Rafnsdóttir (IP-tala skráð) 23.4.2009 kl. 18:17

4 identicon

Ég hlýt að hafa sofið í gær, elsku pabbi þinn átti afmæli, þessi ungi drengur orðinn 40 ára.  Loksins getur hann farið að njóta lífsins.  Bestu kveðjur frá okkur hér í sveitinni og vonandi hafið þið öll átt góðan gærdag. 

Gunna og fjölskylda

Gunna (IP-tala skráð) 23.4.2009 kl. 20:54

5 identicon

Sæll Ragnar Emil og gleðilegt sumar þú ert flottastur knús á ykkur öll kveðja allir á Hraunstíg

Anna María Þorláks (IP-tala skráð) 23.4.2009 kl. 21:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband