Jæja, er ekki kominn tími á nýtt blogg?

Eins og ég hef oft sagt þá eru engar fréttir yfirleitt góðar fréttar, og þær eru það svo sannarlega núna.

Ég er búinn að vera mjög hress síðan síðast, ekkert kvef né aðrar vondar pestir fyrir mig látið á sér kræla.  Það er búið að vera brjálað að gera hjá okkur.  Við erum komin með nýjan sjúkraþjálfa sem heitir Unnur og er hún alveg frábær.  Hún hefur tröllatrú á mér og lætur mig gera leikfimisæfingar, ég þarf sko að gera sjálfur og get það bara alveg LoL  Einnig er komið loksins borð á innistólinn minn þannig að nú get ég leikið mér við borð, eins og stórir krakkar.  

Stóra fréttin er nú sú að loksins, loksins, loksins, er ég farinn að fara í bíltúr SidewaysWizardWhistlingToungeLoLGrin

Nú er tæplega 2 ára bið á enda, þó það sé ljótt að segja það þá er ég og fjölskyldan mín loksins laus úr stofufangelsi. Nú get ég farið út á meðal fólks og skoðað umheiminn.  Við fengum kerruna sem er fest í bílinn fyrir tæpu ári síðan, festingarnar í bílinn og tengingar fyrir rafmagn komu loksins í janúar og svo núna fyrir nákvæmlega viku síðan komu öryggisbeltin í kerruna mína.  Ég er búinn að vera meira og minna á ferðinni síðan, þvílíkt gaman.  Það er samt heilmikið fyrirtæki að koma mér út og inn í bíl en vá hvað það er þess virði.  Ég er nokkuð rólegur með þetta allt saman og ef einhver segir orðið út þá brosi ég breitt og klappa saman höndunum, þvílík er gleðin.

Fyrsti rúnturinn var ferð í laugina.  Ég fylgdi systkinum mínum á sundæfingu og gat meira að segja horft aðeins á þau synda.  Önnur bílferðin var langþráð heimsókn til ömmu og afa, bara yndislegt að komast loksins yfir til þeirra. Þriðja daginn fórum við í páskabingó hjá Einstökum börnum.  Kannski mikið skref að taka svona í byrjun en það gekk alveg frábærlega.  Ég var sallirólegur og fannst bara gaman að fylgjast með öllu fólkinu.  Við erum líka með eina reglu og hún er að hafa mig bara á öndunarvélinni þegar ég er að ferðast.  Það er öruggara og minni hætta á mettunarföllum. Vélin er líka öryggisventillinn minn, svona eins og sum börn þurfa að hafa snuddurnar sínar og sum koddaverið sitt KissingCool

Við erum bara rétt að byrja að skoða heiminn, maður er nú einu sinni að verða þriggja ára og kominn tími til að spóka sig um.  Við fórum á mánudaginn í Smáralind, hehe.  Það gekk bara vel, fórum í smástund um hádegisbilið þegar lítið var af fólki.  Ég hjálpaði til að velja á mig húfu, náttgalla og sokkabuxur, bara töffari.

Á miðvikudaginn fórum við svo í heimsókn til langömmu og langafa.  Þau voru svo glöð að fá litla kútinn sinn í heimsókn í fyrsta skipti og sko alls ekki það síðasta.

Var bara heima í gær en fór aðeins út á pall í vorblíðunni.  Í dag er ég svo að fara í Rjóður fram á næsta fimmtudag.  Ég ætla að fara að vakna núna og fara í gott bað áður en ég fer.  Mamma þarf svo að klára að pakka, og vitiði hvað, ég ætla á mínum eigin bíl í Rjóður núna en ekki í sjúkrabíl  WizardWizard

Mamma ætlar samt fyrst að setja inn nokkrar myndir: Fyrst koma myndir úr fyrstu bílferðinni, niðri í sundlaug, svo myndir hjá afa á Daggarvöllunum og í Páskabingó.  Svo kemur ein mynd af mér með Unni nýja sjúkraþjálfaranum mínum og svo ein að mér og systkinum mínum að leika með henni Röggu minni :)

landnamshaenan-7570.jpgFyrsta bílferðin :)landnamshaenan-7638_974095.jpglandnamshaenan-7605_974096.jpglandnamshaenan-7626_974097.jpgfimmvorduhals-7685_974098.jpgfimmvorduhals-7690_974099.jpgfimmvorduhals-7725_974100.jpgfimmvorduhals-7730_974103.jpgfimmvorduhals-7406_974106.jpgfimmvorduhals-7341_974107.jpgfimmvorduhals-7970_974108.jpg


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Elsku Ragnar Emil,

gott að heyra að það gangi allt svona vel enda ert þú algjör hetja :)

Við ætlum að koma til Íslands í júní og kíkjum á þig þá.

Knús og kossar frá Kansas,

Margrét, Einar, Einar Ingi, Andri Snær og Kristín Bríet.

Margret Sif (IP-tala skráð) 27.3.2010 kl. 05:08

2 identicon

Gaman að lesa fréttirnar af þér sætastur. Svo mikið gleðilegt að gerast hjá ykkur núna :D Ég get ekki neitað því að hafa fellt fáein gleðitár við að sjá myndir af þér út um allan bæ, alveg yndislegt :) Nú fer litla skvísan að láta kræla á sér og ég get ekki beðið með að fara með ykkur í skemmtiferðir í sumar :D

Sigrún (IP-tala skráð) 27.3.2010 kl. 13:19

3 identicon

Hæ, hæ þetta er bara frábært. Til hamingju með þetta. Heyrumst kv Ágústa

Ágústa mamma Ásgeirs (IP-tala skráð) 27.3.2010 kl. 14:39

4 identicon

Frábært að þið séuð komin með festingarnar í bílin svo þú getir loksins farið á rúntin með fjölskyldunni án þess að þurfa alltaf að fá sjúkrabíl til þess að skutla þér allt.

Mér langar að spyrja einnar spurningar bara svona í forvitni: Getur Ragnar Emil ekki setið í venjulegum hjólastól með sérmótuðu sæti???

Kv.

Aníta Ósk

Aníta Ósk (ókunnug) (IP-tala skráð) 27.3.2010 kl. 21:02

5 identicon

Þetta var gaman að lesa. Gott að þið eruð laus úr stofufangelsi, úfff...mikið var!! alveg nýtt líf fyrir ykkur. Innilega til hamingju með þetta allt saman.

Kær kveðja frá okkur úr Sjávargrundinni.

Elín R. Þorsteinsdóttir (IP-tala skráð) 28.3.2010 kl. 19:15

6 identicon

Til Anítu Óskar: Nei Ragnar Emil hefur ekki getað ferðast í venjulegum hjólastól og fyrir því eru nokkrar ástæður. 

Ragnar er rétt að verða þriggja ára og því er það ferli ekki byrjað að panta fyrir hann rafmagnsstól, en það verður vonandi bót á því fljótlega.

Ragnar þarf að liggja útaf í bíl því hans lungu þola illa að vera í halla.  Það eru ekki til öryggisbelti og festingar í hjólastóla fyrir börn sem þurfa að vera útafliggjandi og þurfti því að útbúa sérstaklega festingar fyrir kerruna hans sem þyrfti líka að gera fyrir hjólastól. Hann er þó aðeins að skána og getur verið í smá halla þegar hann er í öndunarvélinni sinni en ekki miklum þó.  En við tökum ekki áhættuna með hann því hann getur fallið ansi hratt í mettun og erfiðara að bregðast hratt við í bíl.  

 Ragnar Emil er háður ansi mörgum þungum og miklum tækjum sem taka mikið pláss.  Hann fer ekki í annað herbergi án tækjanna sinna og hvað þá út úr húsi.  Erfitt er að koma tækjunum fyrir á hjólastól en við gátum látið smíða bakka undir kerruna sem hýsir tækin hans ásamt batterí og fleiru.  

Og svo eigum við ekki bíl fyrir hjólastól.  Kerran naumlega sleppur í okkar bíl (þverssum og ekki á öruggasta mátann) en hjólastóll kæmist ekki í hann og því miður þá eigum við ekki pening fyrir nýjum bíl því það er nánast ómögulegt að selja bíl sem við þyrftum pottþétt að borga einhverjar millur með við sölu.

Takk fyrir spurninguna og vona að ég hafi náð að svara þér :)

Kv. Aldís.

Aldís mamma Ragnars Emil (IP-tala skráð) 28.3.2010 kl. 23:13

7 identicon

Æðislegt að heyra að það séu loksins komnar græjur til að fara í bíltúr að ég tali nú ekki um hvað allt hefur gengið vel undanfarið.  Áfram svona . Hafið það svo alveg súper gott.

Anna María, Gummi og Inga Lilja (IP-tala skráð) 29.3.2010 kl. 11:01

8 identicon

Frábærar fréttir :) Ekkert smá flottastur á rúntinum !

Gaman að sjá allar flottu myndirnar. 

kv. Hjördís Ósk 

Hjördís Ósk (IP-tala skráð) 31.3.2010 kl. 08:56

9 identicon

Frábært að heyra hvað er búið að ganga vel, og til hamingju með bílfestingarnar,, ekkert smá mikið frelsi fyrir ykkur að geta loksis farið hvert sem er með Ragnar.

Það er búið að vera alveg yndislegt að hafa hann núna síðustu daga í Rjóðrinu,, hann er algjör gullmoli og bræðir mann alveg með fallega brosinu sínu og svo er hann líka orðinn svo duglegur að babla við okkur hér og hann alveg elskar að horfa á fiskana og hann er farinn að herma eftir mér þegar ég spyr hann hvað fiskarnir segja og opnar þá og lokar munninum,, algjört krútt

Ragnhildur (IP-tala skráð) 1.4.2010 kl. 00:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband