Gjörgæsla í öndunarvél en á batavegi

Aðfararnótt laugardags var ekki góð hjá mér og var slímið í mér orðið ansi þykkt og seigt.  Þegar mamma og pabbi voru farin að vera í erfiðleikum að ná slíminu úr mér og ég farinn að falla ansi mikið í mettun í hvert sinn sem öndunargríman var tekin af mér svo hægt væri að hreinsa mig þá leist okkur ekki á blikuna.  Því var ákveðið að bruna með mig yfir á gjörgæsluna og setja í mig túpu niður í lungu.  Nú er ég tengdur í öndunarvélina og næ ég að hvílast miklu betur.  Slímið er búið að vera mér ansi erfitt og erfitt hefur verið að soga það upp.  Ég hef verið á róandi svo mér líði betur og nái að hvílast, nóg af verkjalyfjum, sýklalyfjum og innúðalyfjum. 

  Dagurinn í dag er miklu betri en í gær.  Slímið virðist aðeins þynnra þrátt fyrir að lungnabólgan hafi dreifst þá er orðið betra að ná því upp.  Ég er mun rólegri með miklu betri púls, hitalaus og hressari.  Það er búið að minnka súrefnið hjá mér, minnka róandi lyfin og ég því mun meira vakandi.  Ég fékk að horfa á videoið mitt í dag sem er mikið batamerki og gat meira að segja trommað aðeins á trommuna mína :) Já og svo er ég búinn að brosa helling til mömmu og pabba sem gjörsamlega kikknuðu í hnjánum við það.  InLove 

Við þurfum að vera þolinmóð, ætlum að sjá hvað lungnamyndin sýnir á morgun en túpan verður samt örugglega ekki tekin úr mér á morgun.  Lungnamyndin verður að vera orðin mun betri og ég þarf að trappa mig niður af súrefninu áður en reynt verður að extubera.

Okkur líður ótrúlega  vel á gjörgæslunni, þar er svo fært starfsfólk og vel hugsað um mig.  Ég er í svo öruggum höndum að mamma og pabbi þurfa ekki að vera eins stressuð um mig eins og á barnadeildinni þar sem lítið er af starfsfólki og afar lítið öryggi fyrir kút eins og mig.

Nú fer þetta bara upp á við... takk allir fyrir góðar kveðjur Cool þið eruð best!!!

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: hilmar  jónsson

Baráttukveðjur og ósk um bata til þín.

hilmar jónsson, 31.1.2010 kl. 20:48

2 Smámynd: Freyja Haraldsdóttir

Yndislegt að heyra að þú sért á batavegi, keep it up gaur

Freyja Haraldsdóttir, 31.1.2010 kl. 21:12

3 identicon

Gott að heyra að þér líður aðeins betur, núna er bara að halda því áfram. Þú ert nú líka mesta hetja sem til er ;)

Kv, Eva og co

Eva Hrund og co (IP-tala skráð) 31.1.2010 kl. 21:31

4 identicon

Gott að þetta er allt í réttu áttina :) Enda ekki við öðru að búast hjá svona mikilli hetju :) Bata og baráttukveðjur til ykkar C",)

Hjördís Ósk (IP-tala skráð) 31.1.2010 kl. 21:35

5 identicon

Knús

Ragga (IP-tala skráð) 31.1.2010 kl. 21:41

6 Smámynd: Ragnheiður

Þú ert svo flottur..góðan bata :)

Ragnheiður , 31.1.2010 kl. 21:43

7 identicon

Gott að heyra að þú sért að hressast.. Þú ert svo duglegur að þú hristir þetta fljótlega af þér :) Hugsa til þín og ykkar allra.. Haltu áfram að vera svona duglegur, Raggi flottasti töffarinn í bænum :)

Unnur hjúkka (IP-tala skráð) 31.1.2010 kl. 22:15

8 identicon

Æ, gott að heyra að þú sért aðeins að hressast elsku litli vinur...og farinn að tromma með túbuna í hálsinum! Segir ansi mikið um það hve gott geð þessi ljúflingur hefur...og hvað hann er nú sterkur! Algjör hetja!

Hugsa til ykkar allra.

Gyða hjúkka

Gyða (IP-tala skráð) 31.1.2010 kl. 23:54

9 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Ég fæ bara tár í augun þegar ég sé hvað lagt er á þig litli ljúfur.

Bestu batakveðjur. 

Anna Einarsdóttir, 1.2.2010 kl. 13:01

10 identicon

Elsku Ragnar Emil

Erum að hugsa mikið til þín og ykkar allra gott að heyra að þú sért á batavegi nú krossum við putta um að svo verði  áfram  knús á þig og ykkur öll

Kveðja frá okkur á Hraunstíg

Anna María Þorláksdóttir (IP-tala skráð) 1.2.2010 kl. 19:34

11 identicon

gangi ykkur vel, og láttu þér nú batna ragnar emil,, og það er sko satt að starfsfólkið á gjörgæslunni er frábært, :D

óli, sigrún og keran (IP-tala skráð) 1.2.2010 kl. 21:26

12 identicon

Sendi baráttukveðju til ykkar. Hugsum til ykkar og við vitum að þú ert í góðum höndum á Gjörgæslunni.

Mummi og Fjóla (IP-tala skráð) 1.2.2010 kl. 23:59

13 identicon

Æðislegt að heyra að allt sé á betri veg litli kúturinn minn.  Sendi þér stórt knús.  Kv. Binna vinkona

Brynja Sif (IP-tala skráð) 2.2.2010 kl. 08:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband